Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
25 (22-26). fundur
09.04.2025 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar að Lyngási 18.
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Jóna Sæmundsdóttir aðalmaður, Sófus Gústavsson varamaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Eyþór Eðvarðsson aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfismála.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2502419 - Mengunarmælingar 2025
Lagt fram.
2. 1603091 - Trjágróður á lóðamörkum
Garðyrkjustjóri hvetur lóðarhafa til að huga að gróðri á lóðarmörkum. Trjá- og runnagróður sem vex út fyrir lóðarmörk eða slútir yfir getur þrengt að umferð á götum, gangstéttum eða stígum og getur hindrað snjómokstur. Árleg könnun garðyrkjudeildar á trjágróðri á lóðarmörkum kynnt.
3. 2504082 - Vorhreinsun lóða 2025
Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður með sama sniði í ár og í fyrra, þar sem gámum verður komið fyrir á ríflega 30 stöðum í bænum sem taka á móti garðaúrgangi sem íbúar koma sjálfir í gámana. Vorhreinsun lóða fer fram 9. - 22. maí.
4. 2504029 - Hreinsunarátak 2025
Hreinsunarátak verður með sama sniði og undanfarin ár og mun fara fram dagana 28. apríl -12. maí.
5. 2306384 - Aðalskoðun leiksvæða- skólar og opnir leikvellir
Lagt fram til upplýsinga.
6. 2411396 - Áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs
Staða Reykjanesfólkvangs rædd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).