Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
18. (1926). fundur
12.05.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar fjarfundar samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. og samþykkt bæjarstjórnar frá 19. mars 2020.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Gunnar Valur Gíslason aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2003449 - Covid19 - fjárhagslegar aðgerðir.
Bæjarstjóri sagði frá því að upplýsingahópur almannavarna hefur gefið út samfélagssáttmála þar sem eru upplýsingar um ýmsar leiðbeiningar og hvatningu til almennings til að tryggja áfram góðan árangur. Samfélagssáttmálinn hefur verið kynntur á vef bæjarins og þar kemur fram að sáttmálinn gildir í vor og sumar.

Á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið kom Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri og fór yfir sviðsmyndir vegna áhrifa Covid19 á fjárhag bæjarins miðað við stöðuna í byrjun maí. Fjármálastjóri fór yfir innheimtu skatttekna og þjónustugjalda en þegar liggur fyrir skerðing á þjónustugjöldum og framlagi Jöfnunarsjóðs. Þá er innheimt staðgreiðsla undir áætlun og gera má ráð fyrir auknum samdrætti í staðgreiðslu þegar líður á árið.

Í undirbúningi er að endurskoða fjárhagsáætlun og er stefnt að því að drög geti legið fyrir í júní.

Sviðsstjórar fóru yfir starfsemina á sínum sviðum. Upplýsingastjóri sagði frá undirbúningi að auglýsingu nýrra sumarstarfa sem gert er ráð fyrir að verði birt á vef bæjarins 15. maí nk.

Bæjarráð samþykkir umsókn um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 500.000.000 og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna viðbótarlántöku að fjárhæð kr. 275.000.000.

Bæjarfulltrúarnir Björg Fenger, Harpa Þorsteinsdóttir, Ingvar Arnarson og Jóna Sæmundsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
2. 2005064 - Tilkynning Þóru Margrétar Hjaltested um úrsögn úr kjörstjórn Garðabæjar, dags. 05.05.20.
Lögð fram.

Bæjarráð færir Þóru Margréti þakkir fyrir störf hennar í kjörstjórn Garðabæjar frá árinu 2009 og sem formaður kjörstjórnar frá árinu 2014.

Bæjarráð vísar til bæjarstjórnar að kjósa nýjan fulltrúa í kjörstjórn í stað Þóru Margrétar.

3. 2005082 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, 734. mál., dags. 06.05.20.
Lagt fram.
4. 2005074 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, 707 mál., dags. 06.05.20.
Lagt fram.
5. 2005110 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál., dags. 08.05.20.
Lagt fram.
6. 2005109 - Bréf SSH varðandi greiðslu til samgöngusáttmála, dags. 06.05.20.
Lagt fram til kynningar.
sveitarfelog samgongusattmali gbr.pdf
7. 1909330 - Umsókn Bergsins um styrk, dags. 16.09.19.
Bæjarráð samþykkir að veita Berginu - Samtökum um stuðningssetur fyrir ungt fólk styrk að fjárhæð kr. 200.000.
8. 2003252 - Erindi Myndstefs varðandi meint brot á sæmdarrétti höfundar, dags. 11.03.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
9. 2005107 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir veitingahús að Garðatorgi 4b.
Afgreiðslu frestað.
10. 2005076 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2020, dags. 30.04.20.
Um er að ræða tvö bréf þar sem tilkynnt er um úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar að fjárhæð kr. 1.920.000 og til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar fyrir hönd SSH að fjárhæð kr. 2.000.000.
Styrkur - Garðabær, Fræðslu- og menningarsvið.pdf
Styrkur - Garðabær, Fræðslu- og menningarsvið fyrir hönd SSH.pdf
11. 2005106 - Sumarlaun nemenda við tónlistarskóla Garðabæjar 2020.
Bæjarráð samþykkir tillögu Tónlistarskóla Garðabæjar um að eftirfarandi nemendur fái sumarlaun árið 2020.
Matthías Helgi Sigurðsson, kt. 210300-2360, gítarnemi og Sóley Björk Þorsteinsdóttir, kt. 220700-4450, þverflautunemi.
12. 2005059 - Tillaga Garðabæjarlistans um verklagsreglur fyrir athugasemdir og kvartanir vegna þjónustu við fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að láta vinna drög að verklagsreglum fyrir ábendingakerfi á vef bæjarins þar sem allar ábendingar verði skráðar, flokkaðar og sendar til úrvinnslu og eftirfylgni á viðkomandi sviði. Við innleiðingu verði horft til þess að verkefnið verði hluti að framþróun stafrænnar þjónustu hjá Garðabæ. Einnig skal kannaður möguleiki á samstarfi við önnur sveitafélög.
tillögur 7. maí 2020 bæjarstjórn.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).