Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
11. (926). fundur
07.09.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Guðfinnur Sigurvinsson 1. varaforseti. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Hlynur Elías Bæringsson varabæjarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.

Guðfinnur Sigurvinsson, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.

Í upphafi fundar upplýsti forseti að mál samkvæmt dagskrárlið 14 falli niður að beiðni málshefjanda.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 17. ágúst 2023 sl. er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2308019F - Fundargerð bæjarráðs frá 22/8 ´23.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 12. tl., minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi fjárhagsaðstoð sveitarfélaga skv. 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Fundargerðin sem er 14 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2206112 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2023 - viðauki nr. 1.
 
„Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2023 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. (Mál nr. 2206112)

Viðauki 1
Fjölskyldusvið:
NPA samningar - hækkun taxta.
Vegna hækkunar á töxtum NPA (notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar) kemur til hækkunar á fjárframlögum til einstaklinga sem eru með NPA samninga.

Hækkunin er afturvirk frá 1. nóvember 2022 og nemur 45 millj. kr.
NPA samningar 45.000.000 02530-4993

Fræðslusvið:
Urriðaholtsskóli
Aukið fjárframlag til Urriðaholtsskóla vegna fjölgunar á nemendum en nemendur er um 320 haustið 2023 og hefur þá fjölgað um 120 frá hausti 2022.
Urriðaholtsskóli 190.000.000 04216 -

Frístund Urriðaholtsskóla
Aukið fjárframlag til frístundar vegna fjölgunar nemenda.
Frístund Urriðaholtsskóla 40.000.000 04287 -

Félagsmiðstöð Urriðaholtsskóla - ný deild
Frá og með skólaárinu 2023 til 2024 er gert ráð fyrir nýrri deild við skólann, félagsmiðstöð. Frá sama tíma hættir félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla að sjá um þá þjónustu við skólann.
Félagsmiðstöð Urriðaholtsskóla 9.000.000

Leikskóladeild Sjálandsskóla - ný deild
Ný leikskóladeild með um 25 fimm ára börnum hefur tekið til starfa við Sjálandsskóla frá og með ágúst 2023.
Leikskóladeild Sjálandsskóla 30.000.000 4124-

Garðahraun - frístundastarf
Aukið fjárframlag til Garðahrauns vegna fjölgunar á nemendum.
Garðahraun 26.000.000 04288 -

Samtals útgjaldaauki 340.000.000

Útgjaldaauka er mætt með eftirfarandi hækkun á skatttekjum:
Fasteignaskattur -24.000.000 00060 -0011
Jöfnunarsjóður -241.000.000 00100 -0148
Lóðarleiga -8.000.000 00350 -0310
Staðgreiðsla útsvars -67.000.000 00010 -0021
Samtals -340.000.000“
 
 
2210617 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi útgáfu á byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði við Gilsbúð 9.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að leyfa útgáfu byggingarleyfis samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á efri hæð atvinnuhúsnæðisins við Gilsbúð 9. Grenndarkynning hefur farið fram samkvæmt 2. mgr. sömu greinar og bárust tvær athugasemdir varðandi hækkun á hæð hússins, útsýnisskerðingu og ónæði frá bifreiðastæðum í götu. Athugasemdir hafa verið yfirfarnar og tryggt er að hæð hússins er ekki umfram heimildir í gildandi skilmálum. Fundað hefur verið með eigendum húsnæðisins varðandi lausnir til að starfsmenn geti lagt bifreiðum sínum innan lóðar en með því er dregið úr óþægindum vegna notkunar starfsmanna á bifreiðastæðum í götunni.“ (Mál nr. 2210617)
 
 
2306583 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á á deiliskipulagi Lundahverfis vegna lóðarinnar við Heiðarlund 8.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Lundahverfis vegna lóðarinnar við Heiðarlund 8. Um er að ræða stækkun byggingarreits fyrir opið bílskýli og að núverandi bílskúr verði fyrir eina bifreið í stað tveggja áður. Grenndarkynna skal tillöguna eigendum Heiðarlundar 6, 9, 11, 13, 15, 17 og 18.“ (Mál nr. 2306583)
 
 
2307075 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu um stofnun lóðar fyrir smádreifistöð rafmagns vegna uppsetningar hraðhleðslustöðva á lóð Olís við Hafnarfjarðarveg.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um stofnun lóðar fyrir smádreifistöð á vegum Veitna ohf. við suðvesturhorn lóðarmarka lóðar Olís við Hafnarfjarðaveg. Koma þarf fram á mæliblaði og í lóðarleigusamningi að ekki sé gert ráð fyrir lóðinni í skipulagi og að byggingarleyfi verði veitt með þeim fyrirvara að lóðin og mannvirki á lóð séu víkjandi.“ (Mál nr. 2307075)
 
 
2302427 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (svæði 3) vegna lóðarinnar við Litlatún 1.
 
„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar (svæði 3) er varðar lóðina við Litlatún 1, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að gera ráð fyrir byggingarreit fyrir spennustöð sem geti verið allt að 15 fm að stærð og 3 m að hæð í suðausturhluta lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samkvæmt í heimild í 2. ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga að falla frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa.“ (Mál nr. 2302427)
 
2. 2308026F - Fundargerð bæjarráðs frá 29/8 ´23.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Björg Fenger, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Almar Guðmundsson, ræddi 7. tl., úttekt á stjórnskipulagi Garðabæjar.

Fundargerðin sem er 8 tl., er samþykkt samhljóða.
3. 2308036F - Fundargerð bæjarráðs frá 5/9 ´23.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024 og 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024 og 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024 og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Öll börn eiga að hafa tækifæri til að stunda tómstundir. Garðabæjarlistinn fagnar því að fram sé komið yfirlit sem hægt verður að vinna með í aðdraganda fjárhagsáætlunar. Það er mikilvægt fyrir kjörna fulltrúa að vera upplýstir og samkvæmt tillögu okkar sem samþykkt var í vor mun ÍTG, ásamt starfsfólki, vinna áfram með þessa greiningu sem ætlað er að liggi fyrir við fjárhagsáætlunargerð í haust.“

Gunnar Valur Gíslason, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024, 3. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi málefni fatlaðs fólks og 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi að nýju 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Hlynur Bæringsson, ræddi 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ og 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024.

Björg Fenger, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024 og 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi að nýju 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024.

Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 1. tl., greiningu vegna hvatapeninga 2024 og 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi að nýju 13. tl., tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans um að bjóða upp á þjónustu næturstrætó í Garðabæ.

Fundargerðin sem er 14 tl., er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2308731 - Endurnýjun samnings við UMF-Stjörnuna um rekstur knattspyrnuvalla við Ásgarð.
 
Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun samnings við UMF-Stjörnuna um rekstur knattspyrnuvalla við Ásgarð með gildistíma til ársloka 2025.
 
4. 2308014F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 16/8 ´23.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 3. tl., framkvæmdir við búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Brekkuási 2.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2308020F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 23/8 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 2. tl., Íslandsmótið í golfi og óskaði Golfklúbbnum Oddi til hamingju með vel heppnað Íslandsmót sem fram fór á Urriðavelli dagana 10. - 13. ágúst 2023. Þá ræddi Hrannar Bragi 4. tl., rekstrarstyrk til KFG og 5. tl., stækkun frisbígolfvallar við Vífilsstaði.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2309001F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 4/9 ´23.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 1. tl., starfsáætlun menningar- og safnanefndar, 2. tl., menningardagskrá í Garðabæ haustið 2023, 4. tl., listahátíð Rökkvunnar í lok september og 5. tl., skapandi sumarstörf 2023.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2308012F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 17/8 ´23.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., forkynningu á deiliskipulagi Arnarlands.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2308018F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 23/8 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
9. 2308007F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 9/8 ´23.
Bæjarstjórn óskar öllum þeim aðilum sem fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi árið 2023 til hamingju og færir þeim þakkir fyrir þeirra framlag að fegrun umhverfisins í Garðabæ.

Fundargerðin lögð fram
10. 2301664 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 28/8 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
11. 2301318 - Fundargerð stjórnar SSH frá 11/8 ´23.
Fundargerðin lögð fram.
12. 2301453 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25/8 ´23.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., árshlutauppgjör janúar - júní 2023, 2. tl., fjárhagsáætlun 2024, 5. tl., rafrænt greiðslukerfi og 6. tl., reglur um fargjaldaálag.

Fundargerðin lögð fram.
13. 2305582 - Kosning aðalfulltrúa í skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar, svæðisskipulagsnefnd, landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga og varafulltrúa í skipulagsnefnd.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir lagði fram eftir farandi tillögu um kosningu á fulltrúum í nefndir og á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Ingvars Arnarsonar, sem er í tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi, tímabilið 1. september 2023 til 30. apríl 2024.

Skólanefnd Tónlistarskóla Garðabæjar.
Sólveig Geirsdóttir, sem er varamaður verður aðalmaður.
Harpa Þorsteinsdóttir, verður varamaður.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
Harpa Þorsteinsdóttir, verður aðalmaður.

Skipulagsnefnd.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, verður varamaður.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, sem er varafulltrúi verður aðalfulltrúi.
Harpa Þorsteinsdóttir, verður varafulltrúi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).