Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
24. fundur
12.11.2020 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir aðalmaður, Sturla D Þorsteinsson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Erna Ingibjörg Pálsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra, Silja Kristjánsdóttir fulltrúi kennara, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010508 - Eineltisáætlanir
Kjörnum fulltrúum leikskólanefndar er boðið að sitja sem gestir og áheyrnarfulltrúar á fundinum til að ræða fyrsta lið þ.e. Eineltisáætlanir. Fundarmenn eru sammála um að einelti á aldrei að líðast. Tryggja þurfi að forvarnir, samstillt átak og árangursríkir vinnuferlar varðandi einelti séu sannarlega til staðar í bæjarfélaginu. Fræðslusviði er falið að fara yfir eineltis- og forvarnaráætlanir.
2. 2010052 - Kórónaveira-COVID 19
Farið yfir stöðuna og fyrirkomulag í grunnskólum Garðabæjar eftir að reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi þann 3. nóvember 2020. Skólanefnd þakkar skólafólki fyrir lausnarmiðun og þrautseigju.
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar.pdf
3. 2010509 - Viðmið um flýtingar og seinkanir barna milli árganga í grunnskólum
Tillögur um viðmið um flýtingar og seinkanir barna á milli árganga í grunnskólum og viðmið um flýtingar á lokum náms við grunnskóla ræddar og samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).