Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
12. (1970). fundur
30.03.2021 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hildigunnur Árnadóttir yfirfélagsráðgjafi, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðabirgðaákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 1436/2020 og samþykkt bæjarráðs í dag.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2003237 - Tillaga um að fundir bæjarstjórnar og nefnda verði með fjarfundarbúnaði.
Lögð fram eftirfarandi tillaga.

"Bæjarráð samþykkir að heimilað verða að nota fjarfundarbúnað á fundum bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda sveitarfélagsins og víkja frá skilyrði í 3. mgr. 17.gr. sveitarstjórnlaga þar sem áskilnaður er um miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur innan sveitarfélagsins, sbr. 1. tl. í auglýsingu ráðherra. Bæjarstjórn samþykkir að fundargerðir verði lesnar upp í lok fundar og samþykktar. Fundargerðir skulu sendar fundarmönnum með tölvupósti og undirritaðar með rafrænum undirskriftum, sbr. 5. tl. í auglýsingu ráðherra. Samþykkt þessi gildir til 30. apríl 2021, sbr. auglýsing nr. 1436/2020, um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020"

Tillagan samþykkt samhljóða.
2. 2001444 - COVID19 - neyðarstig almannavarna.
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir tóku gildi á miðnætti sl. miðvikudag. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginreglan og grunn-, framhalds-, tónlistar-, og háskólum var lokað fram að páskafríi. Leikskólar verða opnir. Margvísleg starfsemi hefur verið stöðvuð og gert að loka og falla sundstaðir þar undir. Íþróttir inni og úti jafnt barna og fullorðinni, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Hertar reglur munu gilda í þrjár vikur eða til 15. apríl 2021. Reglur um lokun skóla gildir til 31. mars 2021 en unnið er að gerð nýrra regla um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi.

Upplýst var um að starfsemi á bæjarskrifstofum hefur verið hólfaskipt að nýju og hluti starfsmanna er í fjarvinnu. Allir fundir eru fjarfundir nema einstaka viðtalsfundir sem eru í Sveinatungu.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu mála á sínum sviðum.
3. 2102194 - Austurhraun 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Austurhrauni ehf., kt. 550206-0990, leyfi til að breyta innra skipulagi í núverandi atvinnuhúsnæði við Austurhraun 9.
4. 2102224 - Eikarás 3 -Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Birnu Kemp, kt. 270466-5089, leyfi til að taka í notkun óuppfyllt rými, setja í nýja glugga og reisa innveggi í núverandi einbýlishúsi við Eikarás 3.
5. 2101089 - Kinnargata 43 - 45 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Urriðaholtsstræti 28 ehf., kt. 620217-0180, leyfi til að byggja fjölbýlishús með 15 íbúðum við Kinnargötu 43-45.
6. 2103469 - Bókun skipulagsráðs Hafnarfjarðar vegna lokunar Garðahraunsvegar (Gamla Álftanesvegar) við Herjólfsbraut, dags. 23.03.21.
Bæjarráð lýsir yfir undrun á afstöðu skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þar sem ráðið mótmælir ákvörðun annars sveitarfélags við að framfylgja samþykktun skilmálum deiliskipulags. Lokun Garðahraunsvegar við gatnamót Herjólfsbrautar er í samræmi við ákvæði í deiliskipulagi sem gildir um íbúðarbyggð í Garðahrauni (Prýðahverfi) sem upphaflega var samþykkt árið 2003, sbr. breytingu frá árinu 2017. Það verður að teljast mjög eðlilegt og sanngjarnt gagnvart fjölmörgum íbúum Prýðahverfis að staðið sé við þær skuldbindingar sem fram koma í deiliskipulagi sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Það ætti að vera skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar skiljanleg afstaða.

Aukning á umferð í norðurbæ Hafnarfjarðar er lang líklegast tilkomin vegna umferðar íbúa Hafnarfjarðar sem áður fóru til síns heima í gegnum íbúðahverfi í Garðabæ.

2530-101-MIN-002-V01-Norðurbær-Umferðartalningar 2021.pdf
Bókun skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, dags. 23.03.2021.pdf
7. 2103455 - Tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á framkvæmd við vegg á lóð við Hraungötu 10, dags. 23.03.21.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
8. 1909412 - Tillaga að reglum Garðabæjar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Reglur Garðabæjar um stuðning fyrir börn og fjölskyldur þeirra lokadrög.pdf
9. 2103427 - Bréf Skjólsins um styrk, dags. 16.03.21.
Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2021.
10. 2103443 - Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins um fjármálaáætlun 2022-2026, dags. 22.03.21.
Lögð fram.
11. 2103491 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um loftferðir, 586. mál., dags. 24.03.21.
Lagt fram.
12. 2103501 - Tillaga skólanefndar um úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla árið 2021.
Lögð fram afgreiðsla skólanefndar um úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla 2021. Alls bárust 16 umsóknir þar af ein sem barst eftir að umsóknarfresti lauk. Skólanefnd leggur til við bæjarráð að úthlutað verði kr. 14.000.000 til 14 verkefna.
Bæjarráð staðfestir tillögur skólanefndar um úthlutun styrkja, sbr. 4. gr. reglna um þróunarsjóð grunnskóla.
13. 2103521 - Svæði fyrir matjurtagarða í bæjarlandinu.
Áslaug Hulda Jónsdóttir, lagði fram eftirfarandi tillögu.

Bæjarráð Garðabæjar samþykkir að undirbúa gerð svæða fyrir matjurtagarða þar sem bæjarbúar geta sótt um reit til afnota í sumar.

Greinargerð:
Garðabær á sér langa sögu þar sem bæjarbúar hafa fengið afnot af reitum í matjurtagörðum innan sveitarfélagsins til að rækta eigið grænmeti. Á tímum hringrásarhagkerfis þar sem sjálfbærni og minnkun kolefnislosunar er í aðalhlutverki hafa matjurtagarðar notið aukinni vinsælda. Matjurtagarðar falla einnig vel inn í verkefni um heilsueflandi samfélag og eflir lýðheilsu. Til viðbótar við það að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Skoða þarf mögulegar staðsetningar fyrir slíka reiti og undirbúa til ræktunar. Æskilegt er að matjurtagarðarnir verði kynntir í apríl og að bæjarbúar geti sótt um reit til leigu í byrjun maí.

Deildarstjóri umhverfis og framkvæmda upplýsti að hugmyndir eru um að setja 10 kör á þrjú svæði í bænum, í Urriðaholti, í Hæðahverfi og á Álftanesi. Fram kom að verið er að skoða möguleika á fleiri svæðum inana bæjarlandsins..

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu.
14. 2103523 - Framlög til stjórnmálaflokka 2021
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2021.

Sjálfstæðisflokkur kr. 2.239.009
Garðabæjarlistinn kr. 1.015.653
Miðflokkur kr. 245.338
Samtals: kr. 3.500.000

Fyrir liggja gögn til staðfestingar á að ofangreind stjórnmálasamtök hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Ríkisendurskoðun samkvæmt 1. mgr. 5. gr. laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).