Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
40. (1948). fundur
13.10.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar Fjarfundur.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði samkvæmt heimild í VI. bráðarbirgðarákvæði við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011, sbr. lög nr. 18/2020, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 780/2020 og samþykkt bæjarstjórnar frá 20. ágúst 2020.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2009336 - Skýrslu um velsæld og velferð íbúa Garðabæjar.
Á fund bæjarráðs kom Kári Jónsson, íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi og gerði nánari grein fyrir skýrslu um velsæld og velferð íbúa Garðabæjar. Niðurstöður skýrslunnar verða notaðar til efla heilsu og vellíðan Garðbæinga með mismunandi áherslum eftir aldurshópum. Skýrslan er grunnur að mótun velsældarstefnu Garðabæjar.

Bæjarfulltrúarnir, Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir, Sara Dögg Svanhildardóttir, Harpa Þorsteinsdóttir voru á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-3.

Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri var á fundi bæjarráðs undir dagskrárliðum 1-3.
Lokaskýrsla_Velsældar í Garðabæ - 16_sept_2020.pdf
2. 2001444 - COVID-19 - Neyðarstig almannavarna.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi almannavarna sem haldinn var sl. föstudag en þar var farið yfir reglur um hertar aðgerða um takmörkun á samkomum, skólahaldi o.fl. vegna farsóttar.

Neyðarstjórn Garðabæjar kom saman til fundar í gær og fór nánar yfir stöðuna í stofnunum Garðabæjar og almennt áhrif farsóttarinnar á starfsemi bæjarins. Smit hafa komið upp í stofnunum bæjarins og starfsmenn og nemendur farið í einangrun og sóttkví.

Bæjarstjóri upplýsti að boðað hefur verið til hvatningarfundar með forstöðumönnum á morgun en mikið álag er á forstöðumönnum stofnana bæjarins sem hafa staðið sig mjög vel við þessar erfiðu aðstæður.

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálastjóri fóru yfir stöðu mála á sínum sviðum.

3. 2006130 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar árið 2021 (2021-2024).
Bæjarstjóri fór yfir helstu forsendur sem kynntar hafa verið varðandi tekjuáætlun og helstu útgjaldaliði.

Fjármálastjóri gerði grein fyrir vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 (2021-2024) en stefnt er að því að fyrstu drög liggi fyrir í næstu viku.

Lagt fram uppfært minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlunar 2021-2024, dags. 8. október 2020.
Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.pdf
4. 2010046 - Bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins varðandi framtíð fasteigna á Vífilsstöðum, dags. 24.09.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
Fasteignir ríkisins á Vífilsstöðum - rafrænt undirritað.pdf
5. 2010116 - Bréf Urriðaholts varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisflutninga, ódags.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.
GB - bréf vegna efnisflutninga á golfvöll - okt. 2020.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).