Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
11. (2064). fundur
14.03.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2205327 - Móttaka flóttafólks - staða mála.
Á fund bæjarráðs kom Guðrún Jónsdóttir, verkefnastjóri á fjölskyldusviði og gerði grein fyrir minnisblaði um næstu skref varðandi móttöku flóttafólks í Garðabæ. Guðrún fór nánar yfir verkefni er varða þjónustu og stuðning við flóttafólk sem flutt hefur til Garðabæjar. Í minnisblaðinu kemur fram hvað felst í því að gera samning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks en með samningnum tryggir ríkið ákveðið fjármagn til verkefnisins auk þess sem sveitarfélaginu er endurgreiddur sérstakur húsnæðisstuðningur sem flóttafólk fær greiddan fyrstu tólf mánuðina.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að ganga til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks.
2. 1810318 - Víkurgata 12 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sigurbirni Inga Magnússyni, kt. 260976-3039, leyfi til að breyta innra skipulagi núverandi einbýlishúss við Víkurgötu 12.
3. 2302648 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Deildar - og Landakots vegna lóðarinnar við Hólmatún 57.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar um að hafna umsókn lóðarhafa að Hólmatúni 57 um gerð íveurrýmis á 2. hæð hússins. Í bókun nefndarinnar kemur fram að skilmálar deiliskipulags eru skýrir um hámarkshæð húsa og að hús eigi að vera einnar hæðar og að nýting rishæðar er ekki leyfð.
4. 2302671 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðarholts.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts, sbr. 1. mgr. 43. gr. laganna. Tillagan gerir ráð fyrir viðbótar hæðum fjölbýlishúsa sem verða inndregnar og fjölgun bílastæða innan lóða til að mæta mögulegri fjölgun íbúða vegna aukins byggingarmagns. Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að fjórum tveggja hæða einbýlishúsalóðum verði breytt í raðhús og parhús. Samkvæmt tillögunni getur íbúðareiningum fjölgað um 32.
5. 2210617 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæði við Gilsbúð 9.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að grenndarkynna samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn um byggingarleyfi vegna innri breytingar á atvinnuhúsnæði við Gilsbúð 9 en deiliskipulag liggur ekki fyrir. Grenndarkynna skal eigendum húsa við Gilsbúð og eigendum og íbúum að Bæjargili 16-24, 26-34, 36-44, 46-50 og 52-60.
6. 2303016 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness varðandi lóðina við Mávanes 23.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness í tilefni umsóknar um stækkun byggingarréttar í framhaldi af bílgeymslu.
Grenndarkynna skal tillöguna eigendum og íbúum við Mávanes 21, 22, 24 og 25.

7. 2303085 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20, sbr. 1. mgr. 43. gr laganna.
Tillagan gerir ráð fyrir að aðkoma að byggingunni breytist. Í stað aðkomu á efri hæð verður aðkoma að neðri hæð. Kennisnið breytist til samræmis við breytta aðkomu. Hámarkshæð byggingar lækkar úr 10 metrum í 9 metra. Byggingarreitur breytist. Hæð sem kallast kjallari breytist í aðkomuhæð (1.hæð), hæð sem kallast aðkomuhæð breytist í 2. hæð. Snið D-D í deiliskipulagsgreinargerð breytist og sýnir aðkomuhæð í 49.00 mys. Byggingarreitur neðri hæðar er óbreyttur en byggingarreitur efri hæðar minnkar og tekur nú aðeins til nyrsta hluta byggingarreits. Tafla sem sýnir stærð lóðar og byggingarreits breytist þar sem að byggingarreitur efri hæðar minnkar verulega. Setning í texta greinargerðar um áætlaða stærð byggingar er felld út og í stað setningar þar sem gert sé ráð fyrir 100 barna leikskóla kemur setning um 100-120 barna sex deilda leikskóla.
8. 2211569 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar 2023.
Lögð fram skýrsla um húsnæðisáætlun Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 124/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lögum um húsnæðismál nr. 44/1998.

Áætlunin byggir á greiningu um þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með tilliti til mismunandi búsetuforma. Við greininguna skal m.a. skoða framboð og eftirspurn eftir mismunandi búsetuformum og hvort jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði. Þá skal meta þörf fyrir húsnæði til að mæta þörfum einstakra hópa s.s. fatlaðs fólks, eldri borgara, tekju- og eignaminni og námsmanna, auk húsnæðisþarfar á almennum markaði. Áætlunin byggir á almennum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og upplýsingum frá Garðabæ sem færðar hafa verið í starfrænt áætlunarkerfi HMS.

Bæjarstjóri fór yfir helstu forsendur, lykiltölur og áætlun um íbúðaþörf til tíu ára.

Bæjarstjórn vísar húsnæðisáætlun Garðabæjar 2023 - 2032 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Snædís Björnsdóttir, lögfræðingur fjölskyldusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
9. 2301120 - Staða innritunar í leikskóla Garðabæjar.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum í minnisblaði um stöðu innritunar í leikskólum Garðabæjar.

Í minnisblaðinu kemur fram að fyrsta úthlutun í leikskólum fyrir árið 2023 fór fram í febrúar. Þá fengu þau börn sem eftir voru af árgangi 2021 og eldri (vegna flutnings í sveitarfélagið) úthlutað leikskólaplássum. Önnur úthlutun stendur nú yfir og þar er verið að úthluta leikskólaplássum til barna sem fædd eru á fyrri helmingi ársins 2022. Þriðja úthlutun fer fram í ágúst og þá verður lausum plássum úthlutað til barna fædd seinni hluta árs 2022. Í öllum úthlutunum er leitast er við að systkini fari í sama leikskóla verði því viðkomið.
10. 2303070 - Afgreiðsla leikskólanefndar varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá leikskóla fyrir tímabil milli jóla- og nýárs og í páskaviku.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur leikskólanefndar um að heimilt verði að fella niður leikskólagjöld fyrir þau börn sem taka leyfi milli jóla- og nýárs (27.12-30.12) og í dymbilviku fyrir páskahelgi
11. 2303184 - Bréf Alþings varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, 782. mál, dags. 08.03.23.
Lagt fram.
12. 2303205 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál, dags. 09.03.23.
Lagt fram.
13. 2303206 - Bréf Alþings varðandi tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál, dags. 09.03.23.
Lagt fram.
14. 2205079 - Tilboð í endurnýjun á gólfi í íþróttahúsinu Mýrinni.
Eftirfarandi tilboð bárust í endurnýjun á gólfi í íþróttsal íþróttahússins Mýrarinnar. Tilboðin hafa verið yfirfarin.

Leiktæki og sport ehf. ? tilboð 1 kr. 64.800.726
Leiktæki og sport ehf. ? tilboð 2 kr. 61.698.620 Frávikstilboð
Metatron ehf. ? tilboð 1 kr. 69.202.782
Metatron ehf. ? tilboð 2 kr. 71.577.010
Metatron ehf. ? tilboð 3 kr. 70.863.701 Frávikstilboð
Metatron ehf. ? tilboð 4 kr. 66.584.825 Frávikstilboð
Egill Árnason ehf. kr. 85.608.912

Sport og tæki ehf. ? tilboð 1 kr. 92.207.801
Sport og tæki ehf. ? tilboð 2 kr. 90.429.814
Sport og tæki ehf. ? tilboð 3 kr. 88.911.075 Frávikstilboð

Horn í Horn ehf./Álfaborg ehf. ? tilboð 1 kr. 116.841.818
Horn í Horn ehf./Álfaborg ehf. ? tilboð 2 kr. 114.822.218 Frávikstilboð

Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 93.407.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Leiktækja og sports ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).