Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
23. fundur
08.10.2020 kl. 16:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar Fjarfundur.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir aðalmaður, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Erna Ingibjörg Pálsdóttir fulltrúi skólastjóra, Elín Jóhannsdóttir fulltrúi foreldra, Sigríður Guðrún Guðmundsdóttir varamaður kennara, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tólistarskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2010048 - Skólahjúkrunarfræðingar í grunnskólum Garðabæjar
Dagskrárlið frestað þar til síðar á skólaárinu, þar sem fulltrúi heilsugæslunnar komst ekki á fundinn.

2. 2010049 - Menningarviðburðir í grunnskólum Garðabæjar 2020.
Ólöf Breiðfjörð, menningarfulltrúi Garðabæjar sagði fá menningarviðburðum sem nemendum í grunnskólum bæjarins verður boðið upp á, á skólaárinu. Skólanefndin lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla dagskrá.
3. 2010050 - Fjárhagsáætlun 2021.
Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri, kynnti vinnuferla við gerð fjárhagsáætlunar, stöðu vinnunnar og næstu skref.
4. 2010067 - Starfsáætlanir grunnskóla Garðabæjar 2020-2021
Starfsáætlanir grunnskólanna lagðar fram og kynntar. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með vel unnar áætlanir. Rætt var að í grunnskólum eru áfallaáætlanir sem unnið er eftir þegar upp koma áföll. Fram kom að kirkjan vinnur mikilvægt starf með skólasamfélaginu þegar áföll koma upp sem er þakkarvert.
Starfsáætlun Garðaskóla 2020-2021.pdf
Starfsáætlun2020-2021 hofsstaðaskóli.pdf
Starfsáætlun Flataskóla 2020-2021.pdf
Starfsáætlun Urriðaholtsskóla 2020-2021.pdf
Starfsáætlun 2020-2021- Álftanesskóli.pdf
5. 2010052 - Kórónaveira-COVID 19
Farið yfir stöðuna í grunnskólum Garðabæjar síðustu daga og vikur og fyrirkomulag í skólunum vegna gildandi sóttvarnarreglna. Skólanefnd þakkar starfsfólki grunnskóla bæjarins fyrir fagmennsku og þrautseigju í störfum sínum.

6. 2010053 - Menntadagur í Garðabæ 2020
Rætt um fyrirhugaðan Menntadag Garðabæjar sem verður þann 23. október nk. Dagurinn verður rafrænn.
7. 2010054 - Þróunarsjóðir Garðabæjar
Sagt frá vinnu við heimsíðu þróunarverkefna.
8. 2010068 - Orðagull- styrkumsókn
Erindi sem ber yfirskriftina Orðagull kynnt. Erindinu er vísað til fræðslusviðs.
Orðagull - styrkumsókn - Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).