Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra
11. fundur
30.07.2025 kl. 10:45 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir verkefnastjóri. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2506388 - Túngata 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið að Túngötu 22. Viðbygging nær út fyrir byggingarreit og kallar því á deiliskipulagsbreytingu sem sækja skal um.
Skipulagsstjóri metur tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Túnahverfis í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Túngötu 18, 20 og 24 sem og Vesturtúns 15.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
2. 2506548 - Tjarnarbrekka 13 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn ásamt skýringateikningum sem sýna sólskála við austurvegg einbýlishússins Tjarnarbrekka 13 og baðhús við lóðarmörk að norðanverðu.
Skipulagsstjóri bendir á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu ef áformað er að breyta húsinu eins og hugmyndin gerir ráð fyrir. Skilgreina þarf m.a. byggingarreit fyrir viðbyggingu og samþykki eigenda aðliggjandi lóða vegna girðinga og smáhýsis (baðhúss).
3. 2507444 - Garðprýði 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða einbýlishúsi að lóðinni Garðprýði 4.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
4. 2506414 - Stórakur 6 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um hugmynd að rými (kjallara) undir núverandi húsi. Aðgengi yrði utan frá.
Skipulagsstjóri telur að hugmyndin ætti að geta gengið án deiliskipulagsbreytinga en það er þó háð útfærslu.
5. 2507363 - Krókamýri 14 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn húseiganda að Krókamýri 14 sem er austurhluti parhússins Krókamýri 12-14.
Skipulagsstjóri telur að til greina komi að byggja við húsið en það er mjög háð útfærslu. Þá þarf samþykki eigenda hins hluta parhússins að liggja fyrir áður en sótt verður um byggingarleyfi. Gæta þarf að nálægð við lóðarmörk og að viðbygging falli vel að húsinu. Þar sem að deiliskipulag hverfisins telst ekki í gildi þarf að vísa umsókn um byggingarleyfi til grenndarkynningar.
6. 2506229 - Kjarrmóar 27 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um gerð girðingar á lóðamörkum á raðhúslóðinni Kjarrmóar 27. Spurt er hvort heimilað verði að reisa 1,8 m háa girðingu á lóðarmörkum að götu. Vísað er til sambærilegra girðinga í nágrenninu.
Skipulagsstjóri heimilar fyrir hönd Garðabæjar útfærslu girðingar á lóðarmörkum að götu sem er í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar um veggi og girðingar, þ.e. ekki hærri en 1,5 m og brotin upp með gróðurhólfum eða á annan sambærilegan hátt. Ekki verður séð að leitað hafi verið samþykkis fyrir þær girðingar í nágrenninu sem vísað er til en þær eru hærri en samþykkt bæjarstjórna kveður á um.
7. 2503388 - Hæðarbyggð 22 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi að lokinni grenndarkynningu. Umsókn gerir ráð fyrir nýjum svölum sem fara út fyrir byggingarreit til vesturs. Svalir í suðurhorni verði lokaðar af og þeim breytt í íverurými.
Engar athugasemdir bárust og gerir skipulagsstjóri ekki athugsemd við að byggingarleyfi verði veitt sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
8. 2507477 - Víðilundur 8 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram umsókn um útfærslu á lóðarmörkum lóðarinnar Víðilundur 8 að göngustíg og götu.
Skipulagsstjóri heimilar fyrir hönd Garðabæjar úrfærslu á girðingum og stoðveggjum sem er í samræmi við lýsingu sem fylgir fyrirspurn. Gæta þarf að fallvörnum stoðveggja sem eru hærri en 80 cm en það má m.a. gera með runnagróðri á hærri fleti við stoðvegg.
9. 2506691 - Miðhraun 15 - Gámur - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um tímabundið leyfi til að staðsetja 40 feta gám á baklóð austan byggingar. Í grein 2.1.6 í skilmálum deiliskipulags Molduhrauns segir að athafnasvæði skulu að jafnaði vera á bakhluta lóða. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir bílastæðum á bakhluta lóðar og hefur staðsetningin því ekki áhrif á bílastæði
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis til eins árs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).