Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
15. fundur
16.06.2020 kl. 08:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Kristjana F Sigursteinsdóttir aðalmaður, María Guðjónsdóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Valborg Ösp Á. Warén aðalmaður, Halldóra Pétursdóttir verkefnastjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs, Sigurborg K Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, María Jónsdóttir fulltrúi foreldra, Elín Ósk Þorsteinsdóttir fulltrúi starfsmanna.

Fundargerð ritaði: Halldóra Pétursdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2006081 - Heimsmarkmiðin Áhersluþættir Garðabæjar
Forstöðumaður fræðslusviðs og menningarsviðs kynnti þau heimsmarkmið sem lögð verður áhersla á.
2. 1908321 - Endurnýjun forvarnarstefnu Garðabæjar
Íþrótta, tómstunda og forvarnarfulltrúi kynnti forvarnarstefnu Garðabæjar.
3. 2006083 - Framtíðarsýn - Uppbygging leikskóla
Leiksskólanefnd leggur áherslu á að horft verði til fjölgunar leikskólarýma sem fyrst meðal annars með byggingju nýrra leikskóla. Samkvæmt gögnum frá skipulagsdeild sem kynnt voru á leikskólanefndarfundi þann 27. maí er búist við verulegri fjölgun íbúa á næstunni og huga verður að fjölgun leikskólarýma í samræmi það.
4. 2006085 - Þróunarsjóður leikskóla - staða umsókna
Umsóknarfrestur um umsóknir í þrónuarsjóð leikskóla var færður til 15. september. Til úthlutunar eru 40% af áætluðu ráðstöfunarfé sjóðsins.
5. 2006084 - Starfaáætlun leikskólanefndar 2020- 2021
Lögð voru fram drög að starfsáætlun fyrir veturinn 2020- 2021. Leikskólafulltrúi mun útfæra þau nánar.
6. 2006086 - Breyting á áheyrnarfulltrúum fyrir veturinn 2020 - 2021
Upplýsingar veittar um breytingar á áheyrnarfulltrúm fyrir næsta starfsár.
7. 2006087 - Heimsókn á Kirkjuból
Heimsókn á Kirkjuból og skoðaðar breytingar vegna endurbyggingar leikskólans.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).