Fundargerðir

Til baka Prenta
Fjölskylduráð Garðabæjar
12. fundur
24.11.2021 kl. 16:00 kom fjölskylduráð Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson formaður, Bjarni Theódór Bjarnason aðalmaður, Sigþrúður Ármann aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Eymundur Sveinn Einarsson varamaður, Hildigunnur Árnadóttir umsjónarfélagsráðgjafi, Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði: Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 1911005 - Tölulegar upplýsingar um stuðnings- og stoðþjónustu
Mál nr. 1911005, lagt fram til kynningar. Starfsfólk stuðningsþjónustu svarar spurningum fjölskylduráðs.
2. 2110230 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2110230, umsókn um styrk til greiðslu tryggingar húsaleigu. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir að verða við erindinu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðarinnar.
3. 2110229 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2110229, umsókn um styrk til greiðslu tryggingar húsaleigu. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir að verða við erindinu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðarinnar.
4. 2110343 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2110343, umsókn um styrk til greiðslu tryggingar húsaleigu. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir að verða við erindinu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðarinnar.
5. 2110374 - Umsókn um fjárhagsaðstoð
Tekið er fyrir mál nr. 2110374. Fjölskylduráð fjallar um málið og samþykkir að verða við erindinu. Nánar er bókað um málið í trúnaðarmálahluta fundargerðarinnar.
6. 2006641 - Aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða og TravAble app
Tekið er fyrir mál nr. 2006641, úttekt á aðgengi hreyfihamlaðra að helstu stofnunum, leiksvæðum og strætóskýlum í Garðabæ. Fjölskylduráð fjallaði um úttektina og hvetur til nánari skoðunar á þeim þáttum sem þarfnast úrbóta í samstarfi við tækni- og umhverfissvið og þjónustumiðstöð.
7. 1911396 - Loftlagsstefna Garðabæjar
Tekið er fyrir mál nr. 1911396, drög að loftlagsstefnu Garðabæjar lögð fram og rædd. Fjölskylduráð fagnar framlagðri stefnu og að sett séu fram skýr markmið við gerð stefnunnar.
8. 2111276 - Upplýsingabeiðni frá nefnd um rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks og fullorðinna með geðrænan vanda
Lagt er fram til kynningar mál nr. 2111276. Unnið verður að svari til starfshóspins fyrir 31.12.2021.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).