Fundargerðir

Til baka Prenta
Leikskólanefnd Garðabæjar
7. fundur
06.09.2023 kl. 16:30 kom leikskólanefnd Garðabæjar saman til fundar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir formaður, Haukur Þór Hauksson aðalmaður, Inga Rós Reynisdóttir aðalmaður, Finnur Jónsson aðalmaður, Benedikt D. Valdez Stefánsson aðalmaður, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Kristín Hemmert Sigurðardóttir fulltrúi leikskólastjóra, Guðrún Viktoría Skjaldardóttir fulltrúi starfsmanna, Hanna Halldóra Leifsdóttir leikskólafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Hanna Halldóra Leifsdóttir leikskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2212136 - Verkferlar er varða aðgerðir í tengslum við rakaskemmdir o.fl. í húsnæði stofnana bæjarins.
Farið yfir verkferla er varða aðgerðir í tengslum við rakaskemmdir og fleira í húsnæði stofnana bæjarins.
2. 2302685 - Innritun í leikskóla 2023
Lagðar fram upplýsingar um stöðu innritunar í leikskólum Garðabæjar.
3. 2307086 - Reglur um styrki til náms í leikskólakennarafræðum og menntunarfræði leikskóla fyrir starfsmenn leikskóla Garðabæjar.
Farið yfir breytingar á reglum um styrki til náms í leikskólakennarafræðum og menntunarfræðum leikskóla fyrir starfsmenn leikskóla Garðabæjar.
4. 2308375 - Erindi frá starfsfólki Urriðaholtsskóla
Starfsfólk Urriðaholtsskóla óskar eftir að færa skipulagsdaginn 21. maí fram til 10. maí 2024 vegna námsferðar. Leikskólanefnd samþykkir breytingu á skipulagsdegi en bendir á mikilvægi þess að nýta fyrirfram ákveðna skipulagsdaga fyrir námsferðir.
5. 2308630 - Erindi frá Mánahvoli
Starfsfólk Mánahvols óskar eftir að færa skipulagsdag 17.janúar til 17.maí vegna fyrirhugaðrar námsferðar næsta vor.
Leikskólanefnd samþykkir breytingu á skipulagsdegi en bendir á mikilvægi þess að nýta fyrirfram ákveðna skipulagsdaga fyrir námsferðir.
6. 2306230 - Ársskýrslur leikskóla 2022 - 2023
Lagðar voru fram ársskýrslur leikskólanna vegna skólaársins 2022-2023. Leikskólanefnd færir þakkir til stjórnenda og starfsfólks fyrir faglegar og vel unnar árskýrslur. Þær gefa góða innsýn í starfsemi leikskólanna og það metnaðarfulla starf sem þar fer fram. Ársskýrslurnar eru einnig mikilvæg heimild og tæki til endurmats og stefnumótunar í leikskólastarfi.
Samþykkt tillaga frá leikskólafulltrúa um að stjórnendur riti í upphafi skýrslu samantekt um innihald skýrslunnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).