|
Til baka |
Prenta |
|
Bæjarráð Garðabæjar |
27. (2175). fundur |
|
29.07.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
|
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir varamaður, Gunnar Valur Gíslason varamaður, Guðfinnur Sigurvinsson varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir varaáheyrnarfulltrúi, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2502225 - Sunnuflöt 4 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Trausta Þórmundssyni, kt. 100571-4129, leyfi til lítilsháttar breytinga á útliti og innra rými, auk stækkunar á húsi að Sunnuflöt 34. |
|
|
|
2. 2504323 - Suðurhraun 2a - Umsókn um byggingarleyfi - rými 01-01. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vélveri ehf., kt. 690269-4149, leyfi fyrir viðbyggingu við rými 0102 að Suðurhrauni 2a. |
|
|
|
3. 2504323 - Suðurhraun 2a - Umsókn um byggingarleyfi - rými 01-02. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Straumvirki ehf., kt. 650190-1819, leyfi fyrir viðbyggingu við rými 0101, að Suðurhrauni 2a. |
|
|
|
4. 2504218 - Kjarrprýði 3 - Umsókn um byggingarleyfi. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Víði Starra Vilbergssyni, kt. 010278-5549, leyfi til að byggja einbýlishús að Kjarrprýði 3. |
|
|
|
5. 2411317 - Betri Garðabær - Bættur stígur og pallar - Vífilsstaðahraun. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsstjóra frá afgreiðslufundi 25. júlí 2025 fyrir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir gerð fjögurra votlendispalla sem brúa skulu dældir í Vífilsstaðahrauni á útivistarstíg (Selstíg) ásamt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Gunnhildarvörðustígs frá bílastæði við Vífilsstaðalæk að Gunnhildarvörðu á Vífilsstaðahlíð, en stígurinn er í samræmi við deiliskipulag Heiðmerkur og Sandahlíðar. Samþykktin er með fyrirvara um jákvæða umsögn Náttúruverndarstofnunar en Selstígur er innan fólkvangs í Garðahrauni efra, Garðahrauni neðra, Vífilsstaðahrauni og Maríuhellum og Gunnhildarvörðustígur er að mestu innan friðlands Vífilsstaðavatns. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar, 2.gr.h, nr.1182/2022. |
|
|
|
6. 2507428 - Ásgarður, dsk. breyting, lýsing æfingavallar. |
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsstjóra frá afgreiðslufyndi 25. júlí 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Ásgarðs sem gerir ráð fyrir fjórum ljósamöstrum við æfingavöll norðan aðalvallar. Hámarkshæð ljósamastranna er 21,5 metrar og heimilað birtumagn verður 180-300 lux. (til samanburðar eru ljós á aðalvelli 800 lux). Til að tryggja að lýsing trufli ekki íbúðarbyggð í nágrenni við völlinn skulu lampar vera með stefnuvirkri lýsingu með skermingu samskonar og núverandi lýsing aðalvallar. Skipulagsstjóri mat breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Ásgarðs í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar. Grenndarkynna skal eigendum við Stekkjarflöt. |
|
|
|
7. 2505268 - Opnun tilboða í verkið, Miðgarður innanhúsfrágangur, áfangi 2. |
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Miðgarður. Innanhússfrágangur áfangi 2":
1. Tindhagur ehf., kr. 277.477.650. 2. Húsameistari ehf., kr. 204.944.739. 3. E. Sigurðsson ehf., kr. 251.312.994. 4. Skagaver ehf. kr. 229.561.029. 5. Borg byggingalausnir ehf., kr. 193.328.334.
Kostnaðaráætlun var kr. 210.000.000.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Borg byggingalausna ehf., að fjárhæð kr. 193.328.334. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
8. 2506657 - Opnun tilboða í verkið, Reglubundið eftirlit og viðhald loftræstikerfa. |
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Reglubundið eftirlit og viðhald loftræstikerfa fyrir Garðabæ":
1. Hitastýring hf., kr. 42.885.990. 2. Blikkás ehf., kr. 72.542.028. 3. Rafstjórn ehf., kr. 20.859.049.
Kostnaðaráætlun var kr. 33.000.000.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Rafstjórnar ehf. að fjárhæð kr. 20.859.049. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun. Lagt fram minnisblað Líf bygginga vegna yfirferðar tilboðsgagna bjóðenda.
|
|
|
|
9. 2507283 - Erindi Stjörnunnar um nafn styrktaraðila á Ásgarð, keppnishöll körfuknattleiksdeildar, dags. 17. júlí 2025. |
Í bréfinu kemur fram beiðni um að nefna íþróttahúsið við Ásgarð, heiti verktakafyrirtækisins ÞG-verks ehf. sem er styrktaraðili körfuknattleiksdeildar UMF Stjörnunnar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra útfærslu málsins í samráði við fulltrúa UMF Stjörnunnar.
|
|
|
|
10. 2506673 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Infront ehf. um leyfi til reksturs í Miðhrauni 24. |
Lögð fram beiðni Infront ehf., kt. 460320-1000, vegna umsóknar um leyfi til reksturs - veitingaleyfi í flokki II - C veitingastofa og greiðasala, að Miðhrauni 24. Breyting á gestafjölda frá fyrri umsókn er 50 í stað 55. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
11. 2507256 - Uppfært minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028. |
Lagt fram minnisblað greiningarteymis þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028. |
|
|
|
12. 2412068 - Minnisblað Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um breytingar á stofnskjölum almenningssamgangna ohf., dags. 16. júlí 2025. |
Lagt fram minnisblað Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna breytingar á stofnskjölum Almenningssamgangna ohf. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
|
|
13. 2504457 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs., 53. fundur, dags. 27. júní 2025. |
Lögð fram. |
|
|
|
14. 2501149 - Fundargerð stjórnar SSH, 610. fundur, dags. 7. júlí 2025. |
Lögð fram. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |
|
|
Til baka |
Prenta |
|