Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
14. (2162). fundur
08.04.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Margrét Bjarnadóttir varamaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024
Umræða bæjarráðs, eftir fyrri umræðu um ársreikning Garðabæjar sem fram fór í bæjarstjórn Garðabæjar 3. apríl 2025.
Lúðvík Hjalti Jónsson fjármálastjóri Garðabæjar og Helgi Kristjónsson deildarstjóri bókhaldsdeildar Garðabæjar mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir lykiltölur úr rekstri bæjarins. Fóru þeir nánar tiltekið yfir sundurliðun ársreiknings Garðabæjar og rekstrarreikning aðalbókar, þar sem farið var yfir rauntölur ársins 2024 samanborið við áætlun ársins 2024.
2. 2412384 - Grásteinsmýri 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Grásteinsmýri ehf., kt. 510220-1960, leyfi fyrir byggingu 30 íbúða fjölbýlishúss að Grásteinsmýri 3.
3. 2410357 - Suðurhraun 12a - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hávarðsstöðum ehf., kt. 540617-0150, leyfi til að stækka millipall að Suðurhrauni 12a.
4. 2502253 - Vorbraut 8-12 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470, leyfi fyrir 42 íbúða fjölbýlishúsi að Vorbraut 8-12.
5. 2501473 - Vorbraut 14 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Meistarasmíð ehf., kt. 661011-0410, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 14 íbúðum að Vorbraut 14.
6. 2402030 - Samræmd innkaup á sorphirðu í stofnunum.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir drög að útboði í sorphirðu fyrir ýmsar stofnanir bæjarins. Verkefnið felur í sér reglubundna losun flokkunaríláta og flutning úrgangs á viðurkennda móttöku- og úrvinnslustaði. Verktaki skal bera ábyrgð á úrvinnslu sorpsins og tekur á sig allan kostnað eða njóta hugsanlegra tekna vegna móttöku og úrvinnslu þ.m.t. vegna mögulegra úrvinnslugjalda.
Bæjarráð felur umhverfissviði framkvæmd útboðsins.
7. 2503410 - Þarfagreining vegna uppbyggingar leik- og grunnskóla í innbæ Garðabæjar.
Sviðsstjórar umhverfissviðs og fræðslu og frístundasviðs fóru yfir minnisblað um þarfagreiningu vegna uppbyggingar leik- og grunnskóla í innbæ Garðabæjar. Í minnisblaðinu er farið yfir þarfagreiningu húsnæðis leik- og grunnskóla, samhliða fyrirhugaðri uppbyggingu íbúða í innbæ Garðabæjar á næstu árum. Þörfum Urriðaholts verður mætt með uppbyggingu 3. áfanga Urriðaholtsskóla. Þá liggur fyrir minnisblað um stöðu og þörf á Álftanesi, sem unnið er eftir.
Minnisblað - Þarfagreining vegna uppbyggingar leik- og grunnskóla í innbæ Garðabæjar .pdf
8. 2302361 - Skýrsla Eflu verkfræðistofu um tillögu að lækkun leyfilegs hámarkshraða í Garðabæ.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir skýrslu Eflu verkfræðistofu um endurskoðun leyfilegs hámarkshraða í Garðabæ. Verkefnið nær til gatnakerfis sem er í eigu Garðabæjar, þ.e. ekki á vegum þar sem veghaldari er Vegagerðin.
Í skýrslunni kemur fram að lækkun hámarkshraða geti hjálpað til að ná markmiðum sveitarfélagsins um fækkun slysa og þá sérstaklega á óvörðum og yngri vegfarendum. Þó sjá megi að aksturstími geti aukist eitthvað þá geta aðgerðirnar skilað töluverðum ávinningi í umferðaröryggi innan sveitarfélagsins og því mat ráðgjafa að ráðast eigi í aðgerðir og lækka hraða.
Bæjarráð felur umhverfissviði að gera tillögur að lækkun hámarkshraða í Garðabæ með vísan í niðurstöður skýrslunnar.
110636-SKY-001-V01 Endurskoðun hámarkshraða í Garðabæ.pdf
9. 2504054 - Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands varðandi umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ, dags. 2. apríl 2025.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
10. 2504087 - Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag íslands varðandi breytingar á samþykktum, dags. 2. apríl 2025.
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands varðandi breytingar á samþykktum félagsins. Breytingatillögurnar rúmast innan E-liðs 56.gr. Samþykkta um stjórn Garðabæjar.
11. 2504088 - Bréf Alþingis varðandi mál til umsagnar um verndar- og orkunýtingaráætlun (bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni), 268. mál, dags. 3. apríl 2025.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).