Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
29. (1937). fundur
21.07.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Sigurður Guðmundsson varamaður, Harpa Þorsteinsdóttir varamaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri.

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2005371 - Sveinskotsvör 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Ragnhildi Gunnlaugsdóttur, kt. 270972-3579. leyfi til að byggja einbýlishús að Sveinskotsvör 6.
2. 2007204 - Tilkynning Kópavogsbæjar varðandi kynningu á vinnslutillögu nýs aðalskipulags Kópavogs 2019-2031 , dags. 10.07.2020.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
4. 2006656 - Opnun tilboða í malbikun gatna í Urriðaholti 2020.
Eftirfarandi tilboð eru lögð fram.

Háfell ehf. kr. 67.044.500
Loftorka Reykjavík ehf. kr. 53.621.704
Fagverk verktakar ehf. kr. 50.197.054

Kostnaðaráætlun kr. 65.267.000

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Fagverks Verktaka ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
5. 2007202 - Bréf Landsnets varðandi drög að tillögu að matsáætlun fyrir Lyklafellslínu 1, dags. 08.07.20.
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
Bréf til leyfisveitenda LY1.pdf
6. 1811027 - Drög að samkomulagi um úthlutun og sölu byggingarréttar lóða á miðsvæði Álftaness.
Lagt fram og kynnt samkomulag Miðengis ehf. og Garðabæjar við Húsbygg ehf. um sölu byggingarréttar þriggja íbúðaþyrpinga við Breiðumýri á Álftanesi þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði 252 íbúðir.

Í samkomulaginu kemur fram að Garðabær mun kaupa 500 fermetra húsnæði í Lambamýri sem verður nýtt fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara. Húsnæðið verður afhent Garðabæ tilbúið til innréttingar í september 2021.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans að öllum skilyrðum uppfylltum.
7. 2007312 - Bréf Hafnarfjarðarbæjar varðandi dagþjálfun fyrir heilabilaða í Drafnarhúsinu, dags. 17.07.17.
Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarstjóra.
Dagþjálfun fyrir heilabilaða.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).