Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar
10. (869). fundur
18.06.2020 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson . Áslaug Hulda Jónsdóttir . Sigríður Hulda Jónsdóttir . Gunnar Valur Gíslason . Jóna Sæmundsdóttir . Almar Guðmundsson . Björg Fenger . Gunnar Einarsson . Sara Dögg Svanhildardóttir . Ingvar Arnarson . Harpa Þorsteinsdóttir .

Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
Fundurinn er hljóðritaður.

Sigurður Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 4. júní 2020 er lögð fram.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2006013F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/6 ´20.
Ingvar Arnarson, ræddi 14. tl., afgreiðslu menningar- og safnanefndar varðandi tillögu að vali á bæjarlistamanni. Ingvar óskaði Bjarna Thor Kristinssyni, bæjarlistamanni til hamingju með viðurkenninguna og hrósaði menningar- og safnanefnd fyrir glæsilega menningaruppskeruhátíð.

Gunnar Einarsson, ræddi 14. tl., afgreiðslu menningar- og safnanefndar varðandi tillögu að vali á bæjarlistamanni og tók undir hamingjuóskir til bæjarlistamanns.

Fundargerðin sem er 16. tl. er samþykkt samhljóða.
2. 2006022F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/6 ´20.
Engin tók til máls.

Fundargerðin sem er 12. tl. er samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla mála.
 
2006182 - Drög að samstarfssamningi Garðabæjar og Klifsins.
 
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samstarfssamning við Klifið.
 
 
2006237 - Drög að samkomulagi UNICEF á Íslandi, félagsmálaráðuneytisins og Garðabæjar um framkvæmd verkefnisins "barnvæn sveitarfélög".
 
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag UNICEF á Íslandi, félagsmálaráðuneytisins og Garðabæjar um framkvæmd verkefnisins "Barnvæn sveitarfélög.
 
3. 2005025F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 27/5 ´20.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., húsnæðisáætlun og 3. tl., stöðu biðlista í félagslegt húsnæði.

Ingvar Arnarson, ræddi 1. tl., húsnæðisáætlun.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 3. tl., stöðu biðlista í félagslegt húsnæði.
Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 1. tl., húsnæðisáætlun og 3. tl., stöðu biðlista í félagslegt húsnæði og svaraði fyrirspurnum.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 1. tl., húsnæðisáætlun.

Gunnar Einarson, ræddi 1. tl., húsnæðisáætlun.

Ingvar Arnarson, ræddi að nýju 1. tl., húsnæðisáætlun.

Fundargerðin lögð fram.4. 2005045F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 2/6 ´20.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 5. tl., menningaruppskeruhátíð og gerði nánari grein fyrir viðurkenningum sem veittar voru listamönnum á hátíðinni. Gunnar Valur þakkaði öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.

Björg Fenger, ræddi 6. tl., ársskýrslu Bókasafns Garðabæjar og 7. tl., ársskýrslu Hönnunarsafns Íslands.

Fundargerðin lögð fram.
5. 2006008F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 5/6 ´20.
Björg Fenger, kvaddi sér hljóðs og sagði frá viðræðum við fulltrúa Stjörnunnar sem sat hluta fundarins til að gera grein fyrir áhrifum Covid19 á starfsemi félagsins. Þá ræddi Björg 1. tl., kvennahlaup ÍSÍ og 3. tl., dagskrá 17. júní hátíðarhalda.

Gunnar Einarsson, ræddi 5. tl., byggingu stúku við gervigrasvöll á Álftanesi og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við fjölnota íþróttahús.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi sama mál.

Gunnar Einarsson, ræddi að nýju sama mál.

Fundargerðin lögð fram.
6. 2003023F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 3/6 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., úthlutun úr þróunarsjóði grunnskóla og greindi nánar frá þeim áherslum sem lagðar voru til grundvallar við úthlutun.

Fundargerðin lögð fram.
7. 2006012F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 10/6 ´20.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., erindi starfsfólks Sjálandsskóla um tilfærslu á skipulagsdegi á skóladagatali 2020-2021, 3. tl. samantekt á störfum skólanefndar 2019-2020 og 4. tl., áherslur skólanefndar grunnskóla 2020-2021.

Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 4. tl., áherslur skólanefndar grunnskóla 2020-2021.

Fundargerðin lögð fram.
8. 2005018F - Fundargerð skólanefndar tónlistarskóla frá 19/5 ´20.
Fundargerðin lögð fram.
9. 2006016F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 10/6 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 3. tl., stofnhjólastíganet höfuðborgarsvæðisins, 4. tl., mengunarmælingar 2020, 7. tl., drög að viðbragðsáætlun um loftgæði, 8. tl., aðgerðir til að fækka mávum og 9. tl., hreinsunarátak 2020.

Ingvar Arnarson, ræddi 3. tl., stofnhjólastíganet höfuðborgarsvæðisins, 4. tl., mengunarmælingar 2020, 6. tl., kynningu á vefsjá SSH, 7. tl., drög að viðbragðsáætlun um loftgæði og 8. tl., aðgerðir til að fækka mávum og vék að því tilefni að samþykkt bæjarins um kattahald.

Sigurður Guðmundsson, ræddi 7. tl., drög að viðbragðsáætlun um loftgæði og 8. tl., aðgerðir til að fækka mávum og fjallaði í því sambandi um samþykkt um kattahald.

Jóna Sæmundsdóttir, ræddi að nýju 4. tl., mengunarmælingar 2020, 7. tl., drög að viðbragðsáætlun um loftgæði og 10. tl., tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um áhrif þjóðgarða og friðlýstra svæða á byggðaþróun. Jóna upplýsti að fyrirhugað er á næstunni að skrifa undir og staðfesta að nýju friðun Búrfells og nágrennis.

Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 8. tl., aðgerðir til að fækka mávum.

Áslaug Hulda Jónsdóttir ræddi 8. tl., aðgerðir til að fækka mávum og fjallaði í því sambandi um samþykkt bæjarins um kattahald. Þá ræddi Áslaug Hulda, 7. tl., drög að viðbragðsáætlun um loftgæði.

Fundargerðin lögð fram.
10. 2001425 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29/5 ´20.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., stöðumat vegna Covid19, 2. tl. farþegatalningar á 1. ársfjórðungi 4. tl., kynningu á samgöngulíkani, og 5. tl., eigendastefnu Strætó.

Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og spurði um stöðu mála varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Gunnar Einarsson, gerði grein fyrir stöðu mála.

Fundargerðin lögð fram.
11. 2001357 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 2/6 ´20.
Jóna Sæmundsdóttir, ræddi 2. tl., skýrslu framkvæmdastjóra og yfirlit fjármála og 4. tl., aðgerðir til hagræðingar. Jóna sagði frá því að í dag var opnuð formlega gas- og jarðgerðarstöð Sorpu.

Gunnar Einarsson, tók til máls í tilefni af formlegri opnun gas- og jarðgerðarstöðvar.

Fundargerðin lögð fram.
12. 2003017 - Fundargerð 23. eigendafundar Sorpu bs. frá 2/6 ´20.
Fundargerðin lögð fram.
13. 2001161 - Fundargerð stjórnar SSH frá 8/6 ´20.
Gunnar Einarsson, ræddi 1. tl., stjórnsýslu byggðasamlaganna.

Fundargerðin lögð fram.
14. 2006286 - Tillaga Garðabæjarlistans um þátttöku á Hinsegin dögum í Garðabæ.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

„Bæjarstjórn samþykkir að mála regnbogagötu eða gangstíg fyrir Hinsegin daga. Og heiðra þannig baráttu hinsegin fólks og minna okkur á fegurðina sem falin er í fjölbreytileikanum með táknrænum hætti.
Ennfremur er samþykkt að fela menningarfulltrúa Garðabæjar að finna leiðir til þess að fagna fjölbreytileikanum á Hinsegin dögum sem fram fara dagana 4. - 9. ágúst nk. sem verða með óhefðbundnu sniði vegna þeirra takmarkana sem heimsfaraldurinn Covid 19 setur okkur.“

Greinargerð
Hinsegin dagar fara fram með óhefðbundnu sniði þetta árið líkt og aðrir viðburðir í okkar samfélagi. Að undanförnum árum hefur þróunin orðið sú að fleiri sveitarfélög vítt og breitt um landið hafa sýnt þátttöku í Hinsegin dögum áhuga og sýnt með táknrænum hætti samstöðu og þátttöku í þeirri gleði sem yfir Hinsegin dögum ríkir.
Á hinsegin dögum minnumst við og fögnum smáum sem stórum sigrum hinsegin fólks fyrir sjálfsögðum réttindum um að vera þau sjálf og hafa stuðning samfélagsins til þess að treysta sér til þess að standa með sjálfum sér.
En vekjum um leið athygli á því að baráttan er hvergi nærri alls staðar í höfn. Og um hana þarf að standa vörð í öllum samfélögum. Eftir því sem stuðningurinn við baráttuna verður meiri og sýnileiki velvildar í garð Hinsegin daga eykst því öruggara verður hinsegin fólk í eigin skinni. Fordómana má aldrei vanmeta og því skiptir sýnileiki hvert sem við komum og hvar sem við búum gríðarlega miklu máli fyrir allt hinsegin fólk og fjölskyldur þeirra.

Gunnar Einarsson, tók til máls og sagðist sammála inntaki tillögunnar en greindi frá því að skapandi sumarhópi hafi þegar verið falið það verkefni að mála regnbogagötu fyrir Hinsegin daga.

Ingvar Arnarson, tók til máls.

Gunnar Einarsson, lagði til að vísa tillögunni varðandi viðburði í tengslum við Hinsegin daga til menningar- og safnanefndar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til menningar- og safnanefndar.
15. 2006287 - Tillaga um að Garðabær geri kostnaðaráætlun við að koma upp kynlausum klefum í sundlaugum bæjarins.
Ingvar Arnarson, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu.

"Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkir að láta kanna hvað það kostar að koma upp kynlausum klefum í sundlaugum bæjarins."

Greinagerð
Þann 29. apríl 2016 skiluðu Samtökin ´78 eftirfarandi umsögn um hugmynd af vefnum Betri Reykjavík sem snýr að því að kynlausum salernum og búningsaðstöðu verði komið upp á opinberum stöðum í Reykjavík.

“Skilgreiningar
Þegar rætt er um trans fólk í umsögn þessari ber að hafa í huga að sá hópur er fjölbreyttur og ólíkur innbyrðis. Sumt trans fólk getur og vill notast við þá búnings- og salernisaðstöðu sem hæfir þeirra kyni þ.e.a.s. körlum eða konum. Annað trans fólk kýs að gera það ekki vegna óþæginda eða vegna áreitni sem það á á hættu að verða fyrir eða vegna þess að það samræmist ekki kynvitund þeirra. Hluti hópsins er kynsegin, sumsé að kyn þeirra fellur ekki að flokkunum tveimur, kona eða karl. Hluti hópsins eru konur eða karlar en tjá kyn sitt á óhefðbundinn hátt, eru t.d. með líkama sem í menningu okkar samræmast ekki kyni þeirra eða eru með óhefðbundna kyntjáningu á annan hátt. Þá fer hópur trans barna og ungmenna ört vaxandi hérlendis. Þau hafa ekki rétt á að breyta kyni eða nafni sínu í þjóðskrá. Einnig hafa þau ekki kost á skurðaðgerðum til að samræma líkama sinn og kynvitund. Þeirra kyntjáning er því líklega óhefðbundin á einhvern hátt.

Sundlaugar
Samtökin ´78 taka heilshugar undir þá röksemdafærslu sem fram kemur með hugmyndinni. Árlega fáum við fjölda fyrirspurna bæði frá íslensku fólki og ferðamönnum vegna sundstaða hérlendis og hvernig aðstaðan er fyrir fólk sem ekki fellur inn í annan flokkinn af þeim tveimur sem tvíhyggja kyns gerir almennt ráð fyrir. Svör við slíkum fyrirspurnum hafa verið nokkrum vandkvæðum bundin þar sem það er mjög misjafnt eftir sundstöðum hvernig tekið er á slíku og að auki engin fræðsla til starfsfólks sundstaða um aðstæður trans fólks og því hætta á að fólk muni þurfa í þaula að útskýra sig og sínar aðstæður. Það væri til verulegra hagsbóta að geta sagt með vissu að á öllum sundstöðum borgarinnar séu klefar sem henti fólki sem ekki fellur inn í tvíhyggju kyns og að það sé auðsótt mál að fá að nota þá án frekar útskýringa eða málalenginga.
Ekki þarf að fjölyrða um þá heilsufarsbót sem sundiðkun er. Trans fólk er í aukinni hættu á ýmsum heilsufarskvillum s.s. þunglyndi og kvíða. Það að aðgengi þeirra að sundstöðum sé skert getur því aukið enn á þennan vanda.
Þá má einnig nefna að mikil aukning er nú á fjölda trans barna og unglinga en sú þróun á sér stað um öll vesturlönd um þessar mundir og stafar af aukinni umræðu og auknum réttindum trans fólks í þessum löndum. Trans börn og ungmenni, eins og önnur börn og ungmenni, eru skólaskyld og meðal annars skyld til að taka þátt í sundkennslu. Það að ekki séu til klefar við hæfi fyrir hluta þessa hóps en að hann sé á sama tíma skyldaður til að taka þátt í sundi er því algjörlega óviðunandi."

Gunnar Einarson, tók til máls og lagði til að samþykkt verði að láta kanna hvað kosti að koma upp kynlausum klefum.

Bæjarstjórn samþykkir að láta kanna kostnað við að koma upp kynlausum klefum í sundlaugum Garðabæjar.

16. 2006025 - Kosning eins varafulltrúa í skólanefnd.
Bæjarstjórn samþykkir að kjósa Kristjönu Sigursteinsdóttur, Smáraflöt 16, varafulltrúa í skólanefnd grunnskóla í stað Kristrúnar Frostadóttur, sem beðist hefur lausnar.
17. 2001001 - Tillaga um að veita bæjarráði umboð til að gera leiðréttingar á kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði umboð til að taka til meðferðar athugasemdir við kjörskrá vegna kjörs forseta Íslands sem fram eiga að fara 27. júní 2020 og gera viðeigandi leiðréttingar á henni samkvæmt 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
18. 2006157 - Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar 2020.
Bæjarstjórn samþykkir með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 svo og 8. gr. samþykktar um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013 samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar í júlí og til 20. ágúst 2020. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður boðaður með dagskrá sem send verður bæjarfulltrúum 18. ágúst 2020.

Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullt umboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur, svo sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).