Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
17. (2165). fundur
06.05.2025 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2505040 - Skýrslur Veðurstofu Íslands um jarðskjálfta- og náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu - kynning.
Á fund bæjarráðs komu Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og Ívar Sveinbjörn Schram sérfræðingur hjá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins og kynntu skýrslur Veðurstofu Íslands á hættumati fyrir höfuðborgarsvæðið.
20250506 Bæjarráð Garðabæjar Kynning á skýrslum Veðurstofu (1).pdf
2. 2502043 - Hafnarfjarðarv.Olís b - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Olís ehf., kt. 500269-3249, leyfi til að bæta við kaldri geymslu við Þjónustumiðstöð Olís við Hafnarfjarðarveg. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og starfsemi bensínstöðvar því víkjandi.
3. 2501239 - Kauptún 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita BL-Hyundai ehf., kt. 441223-1020, leyfi fyrir áður gerðum breytingum í rými 0101 að Kauptúni 1.
4. 2501238 - Vorbraut 53 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorhyrnu ehf., kt. 561023-1580, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Vorbraut 53.
5. 2501237 - Vorbraut 55 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorhyrnu ehf., kt. 561023-1580, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Vorbraut 55.
6. 2501236 - Vorbraut 57 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorhyrnu ehf., kt. 561023-1580, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Vorbraut 57.
7. 2501235 - Vorbraut 59 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorhyrnu ehf., kt. 561023-1580, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Vorbraut 59.
8. 2501234 - Vorbraut 61 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorhyrnu ehf., kt. 561023-1580, leyfi fyrir byggingu raðhúss að Vorbraut 61.
9. 2411159 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hleinar að Langeyrarmölum - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum sem nær til lóðar dvalarheimilisins Hrafnistu Hraunvangur 7 að lokinni auglýsingu.
Breytingin nær aðallega til svæðis innan lögsögu Hafnarfjarðar.
Lagðar fram umsagnir sem borist hafa ásamt tillögu Hafnarfjarðar að svörum við þeim. Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti framlögð svör við umsögnum fyrir sitt leyti.
Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2504130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Vetrarmýri, dsk breyting, golfskálasvæði.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar sem gerir ráð fyrir því að afmörkun deiliskipulagssvæðis breytist þannig að sá hluti svæðisins sem er inni á golfvallarsvæði er felldur út eða það svæði sem deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts nær til og er nú í auglýsingu.
Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning var felld niður þar sem að tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts. Tillagan skal hljóta staðfestingu um leið og tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
11. 2504060 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Smalaholt, óveruleg breyting Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar, rammahluta Vífilsstaðalands sem gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun landnotkunarreitsins 4.10 Íþ til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsnefnd lagði til að tillagan hlyti meðferð sem óveruleg aðalskipulagsbreyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skyldi senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu en þess sé gætt að hún sé ekki staðfest fyrr en að lokinni samþykkt deiliskipulags Vetrarmýrar og Smalaholts.
12. 2502084 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Gilsbúð 9 (Sómi) stækkun byggingareits - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi fyrirspurn um útfærslu iðnaðarbyggingar sem kallar á stækkun byggingarreits á baklóð sem nær yfir kvöð um holræsi með fram lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísaði tillögu þess efnis til grenndarkynningar sem óverulegri deiliskipulagsbreytingu og felli um leið niður kvöð um holræsi ef tillagan nær fram að ganga, enda hefur holræsi verið lagt í götu við Gilsbúð en ekki þar sem kvöðin nær til.
13. 2501543 - Ástandsmat fráveitu, hreinsun og myndun lagna.
Við mat á hæfiskröfum við val á tilboði skv. 66.gr. laga um opinber innkaup nr. 120-2016, kom í ljós að lægstbjóðandi uppfyllti ekki hæfisskilyrði útboðsins. Næstlægst bjóðandi var Aval ehf. með tilboð að fjárhæð kr. 25.910.966.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda Aval ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
14. 2503352 - Opnun tilboða í verkefnið endurnýjun gervigrass á Álftanesvelli.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Garðabær - Álftanesvöllurinn - Endurnýjun gervigras":

Altis ehf. (4 tilboð): kr. 88.845.006, kr. 98.364.630, kr. 103.403.116 og kr. 112.922.740.

Metratron ehf. (3 tilboð): kr. 102.269.600, kr. 112.079.600 og kr. 119.927.600.

Laiderz (danskt lagningarfyrirtæki - 2 tilboð): kr. 122.799.474 og kr. 134.014.266.

Kostnaðaráætlun var kr. 116.595.000.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Altis ehf. að fjárhæð kr. 88.845.006. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
15. 2504455 - Ársreikningur Heilbrigðiseftirlitsins 2024
Lagður fram.
Heilbrigðiseftirlit ársreikningur 2024 undirritaður.pdf
16. 2504499 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 270. mál, dags. 29. apríl.
Lagt fram frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 270. mál, sem er sent til umsagnar. Umsagnarfrestur til umhverfis- og samgöngunefndar er til 13. maí 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum Garðabæjar við framkomið lagafrumvarp þar sem áréttuð verði sjónarmið Garðabæjar í áður innsendum athugasemdum.
17. 2407142 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2025 - úthlutun styrkja.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu um úthlutun styrkja:

Garðálfar - kór eldri borgara á Álftanesi kr. 450.000.-
Garðakórinn kr. 500.000.-
Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis kr. 800.000.-
Samtök um kvennaathvarf kr. 800.000.-
Stígamót kr. 800.000.-
Örninn - minningar- og styrktarsjóður kr. 800.000.-
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins kr. 100.000.-
Kvennaráðgjöfin kr. 250.000.-
Lionsklúbburinn Eik kr. 500.000.-
Kiwanisklúbburinn Setberg kr. 500.000.-
Styrkir 2025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).