30.06.2020 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
Fundinn sátu: Áslaug Hulda Jónsdóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir aðalmaður, Almar Guðmundsson aðalmaður, Björg Fenger aðalmaður, Ingvar Arnarson aðalmaður, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Bergljót K Sigurbjörnsdóttir félagsmálastjóri, Hulda Hauksdóttir upplýsingastjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. |
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2006570 - Bréf Sorpu bs. varðandi tillögur vegna fjármála félagsins, dags. 25.06.20. |
Á fund bæjarráðs komu Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu bs., Helgi Þór Ingason, framkvæmdastjóri Sorpu bs. og Birgir Björn Sigurjónsson fulltrúi í fjármálateymi Sorpu bs.
Gerðu þeir grein fyrir eftirfarandi tillögum.
Tillaga (1) um viðauka við eigendasamkomulag frá 25. október 2013 vegna meðhöndlunar úrgangs í Álfsnesi. Tillaga (2) um aðgerðir til að takast á við vanda vegna ófjármagnaðra fjárfestinga Sorpu bs. Í tillögunni kemur fram skipting fjárframlaganna milli sveitarfélaga. Tillaga (3) um gjaldskrárbreytingar til að mæta kostnaði vegna hertra krafna um meðferð úrgangs. Tillögurnar lagðar fram til kynningar.
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
Björg Fenger, vék af fundi við umræðu um málið.
|
|
|
|
2. 1805129 - Kynning á samþykki Strætó bs. á tilboði í sameiginlega akstursþjónustu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. |
Á fund bæjarráðs kom Erlendur Pálsson, sviðsstjóri farþegaþjónustu Strætó bs. og kynnti nánar útboðsferli vegna aksturþjónustu fatlaðs fólks. Eftir yfirferð tilboða var samþykkt 20.júní sl. að taka tilboði Hópbíla ehf.
Bæjarfulltrúarnir Gunnar Valur Gíslason, Jóna Sæmundsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
3. 2001444 - Covid 19 - hættustig almannavarna. |
Upplýsingastjóri sagði frá aðgerðum sem gripið hefur verið til í vinnuskólanum í framhaldi af smiti starfsmanns. Um 50 unglingar ásamt ákveðnum fjölda flokkstjóra hafa þurft að fara í sóttkví til og með 10. júlí nk. Þá var ákveðið að öll ungmenni fengu frí úr vinnu dagana 29. og 30. júní. Fjölmargir starfsmenn hafa farið í skimun.
Ítrekuð hafa verið áhersluatriði til starfsmanna bæjarins um grunnreglur samfélagssáttmála varðandi góðan handþvott, handsprittun o.fl.
Bæjarfulltrúi, Sara Dögg Svanhildardóttir, sat fund bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
4. 2006427 - Bréf Góðvildar styrktarsjóðs varðandi aðgengi fyrir alla á leikvöllum, ódags. |
Bæjarráð vísar bréfinu til tækni- og umhverfissviðs og til sumarvinnuhóps sem vinnur að úttekt á aðgengi fyrir fatlað fólk í stofnun bæjarins og almenningssvæðum í bænum. |
|
|
|
|
|
5. 1702065 - Dómur Hæstaréttar í máli Garðabæjar gegn íslenska ríkinu varðandi rekstur Ísafoldar, dags. 16.06.20. |
Lagður fram. |
|
|
|
|
|
6. 2006382 - Tillaga skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar varðandi gjaldskrá skólaárið 2020-2021. |
Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar um gjaldskrá fyrir skólaárið 2020-2021. Gjaldskráin hækkar um 3%. |
|
|
|
7. 2006212 - Opnun tilboða í endurnýjun vallarlýsingar fyrir gervigrasvöll á Álftanesi. |
Eftirfarandi tilboð lögð fram.
Reykjafell ehf. Tilboð metið ógilt og hafnað. Metatron ehf. kr. 42.773.066 Kostnaðaráætlun kr. 49.830.000
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Metatron ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
8. 1912313 - Tilkynning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög, dags. 24.06.20. |
Lögð fram. |
|
|
|
9. 2006465 - Stefna Lögmanna Laugardal til ógildingar á úrskurði yfirfasteignamatsnefndar varðandi álagningu fasteignaskatts á húsnæði að Iðnbúð 5. |
Bæjarráð felur Andra Árnasyni, lögmanni að gæta hagsmuna bæjarins í málinu. |
|
|
|
|
|
10. 2006575 - Bréf Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa um að hefja vinnu við gerð deiliskipulags, dags. 22.06.20. |
Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til skipulagsnefndar. |
|
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. |