|
Til baka |
Prenta |
|
Bæjarstjórn Garðabæjar |
7. (959). fundur |
|
15.05.2025 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi. |
|
|
Fundinn sátu: Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason 1. varaforseti. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir varabæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson 2. varaforseti. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi. Rakel Steinberg Sölvadóttir varabæjarfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. |
|
|
Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 3. apríl 2025 er lögð fram. |
|
|
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: |
|
1. 2504002F - Fundargerð bæjarráðs frá 8/4 ´25. |
Fundargerðin sem er 11.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
2. 2504024F - Fundargerð bæjarráðs frá 15/4 ´25. |
Rakel Steinberg Sölvadóttir ræddi 8.tl. veggi, girðingar og smáhýsi - minnisblað umhverfissviðs.
Ingvar Arnarson ræddi 9.tl. ósk um lóð fyrir hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Almar Guðmundsson ræddi 8.tl. veggi, girðingar og smáhýsi - minnisblað umhverfissviðs og 9.tl. ósk um lóð fyrir hjúkrunarheimili í Garðabæ.
Rakel Steinberg Sölvadóttir tók til máls að nýju og ræddi 8.tl. veggi, girðingar og smáhýsi - minnisblað umhverfissviðs.
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. tillögur að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju og ræddi 9.tl. veggi, girðingar og smáhýsi - minnisblað umhverfissviðs og 1.tl. tillögur að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Margrét Bjarnadóttir ræddi 10.tl. stöðu innritunar í leikskólum Garðabæjar og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ lýsa ánægju sinni með góða stöðu innritunarmála í leikskólum bæjarins. Innritun fyrir skólaárið 2025-2026 fór fram dagana 2.-3. apríl og gekk afar vel. Alls voru 235 börn innrituð í leikskóla og 200 flutningsbeiðnir afgreiddar. Sérstaklega gleðilegt er að öllum börnum, fæddum í júlí 2024 eða fyrr, var boðin leikskólavist, þar með talið börnum allt niður í átta mánaða aldur. Þá tókst í flestum tilvikum að verða við fyrsta vali foreldra og tryggja systkinum leikskólapláss í sama leikskóla. Þetta endurspeglar sveigjanlega og fjölskylduvæna þjónustu í leikskólamálum Garðabæjar. Næsta innritunarlota fer fram í maí og gert er ráð fyrir að þá fái börn, fædd í ágúst og september 2024, leikskólapláss. Við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munum áfram leita leiða til að mæta þörfum íbúa í sívaxandi sveitarfélagi og tryggja öfluga leikskólaþjónustu. Að lokum viljum við færa starfsfólki leikskóla og öllum þeim sem komu að framkvæmd innritunarmála innilegar þakkir fyrir faglegt og mikilvægt starf." Fundargerðin sem er 15. tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
3. 2504027F - Fundargerð bæjarráðs frá 29/4 ´25. |
Ingvar Arnarson ræddi 5.tl. lausar kennslustofur - verðkönnun.
Almar Guðmundsson ræddi 5.tl. lausar kennslustofur - verðkönnun.
Fundargerðin sem er 13.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
|
|
4. 2504041F - Fundargerð bæjarráðs frá 6/5 ´25. |
Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. skýrslur Veðurstofu Íslands um jarðskjálfta- og náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu - kynningu.
Fundargerðin sem er 17.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
2411159 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Hleinar að Langeyrarmölum - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum sem nær til lóðar dvalarheimilisins Hrafnistu Hraunvangur 7 að lokinni auglýsingu. Breytingin nær aðallega til svæðis innan lögsögu Hafnarfjarðar. Lagðar fram umsagnir sem borist hafa ásamt tillögu Hafnarfjarðar að svörum við þeim. Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti framlögð svör við umsögnum fyrir sitt leyti. Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
|
2504130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Vetrarmýri, dsk breyting, golfskálasvæði. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar sem gerir ráð fyrir því að afmörkun deiliskipulagssvæðis breytist þannig að sá hluti svæðisins sem er inni á golfvallarsvæði er felldur út eða það svæði sem deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts nær til og er nú í auglýsingu. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning var felld niður þar sem að tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts. Tillagan skal hljóta staðfestingu um leið og tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
|
|
|
2504060 - Afgreiðsla skipulagsnefndar. Smalaholt, óveruleg breyting Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar, rammahluta Vífilsstaðalands sem gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun landnotkunarreitsins 4.10 Íþ til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts sem nú er í auglýsingu. Skipulagsnefnd lagði til að tillagan hlyti meðferð sem óveruleg aðalskipulagsbreyting í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skyldi senda hana Skipulagsstofnun til afgreiðslu en þess sé gætt að hún sé ekki staðfest fyrr en að lokinni samþykkt deiliskipulags Vetrarmýrar og Smalaholts.
|
|
|
2502084 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Gilsbúð 9 (Sómi) stækkun byggingareits - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi fyrirspurn um útfærslu iðnaðarbyggingar sem kallar á stækkun byggingarreits á baklóð sem nær yfir kvöð um holræsi með fram lóðarmörkum. Skipulagsnefnd gerði ekki athugasemd við að skipulagsstjóri vísaði tillögu þess efnis til grenndarkynningar sem óverulegri deiliskipulagsbreytingu og felli um leið niður kvöð um holræsi ef tillagan nær fram að ganga, enda hefur holræsi verið lagt í götu við Gilsbúð en ekki þar sem kvöðin nær til.
|
|
|
|
|
5. 2505013F - Fundargerð bæjarráðs frá 13/5 ´25. |
Ingvar Arnarson ræddi 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting og lagði fram eftirfarandi bókun: "Við í Garðabæjarlistanum teljum mjög mikilvægt að hlustað verði á raddir íbúa hvað varðar breytingar á skipulagi miðbæjar og þess vegna brýnt að forkynningarfundur verði vel auglýstur með góðum fyrirvara. Mikilvægt er að horft sé til nýtingar svæðisins sem miðbæjarkjarna íbúa bæjarins og að lögð verði áhersla á að svæðið sé metið út frá þeim markmiðum sem hafa verið sett um aðlaðandi og heildstæðan miðbæ líkt og var samþykkt í bæjarstjórn 16.júní 2022 með skipun undirbúningsnefndar um uppbyggingu miðbæjar í Garðabæ."
Björg Fenger ræddi 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Miðbær svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Ingvar Arnarson tók til máls að nýju og ræddi 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Miðbær svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Miðbær svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Harpa Þorsteinsdóttir tók til máls og ræddi 6.tl. afgreiðslu skipulagsnefndar - Miðbær svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting og 13.tl. stefnu í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026.
Harpa Rós Gísladóttir ræddi 13.tl. stefnu í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026 og 14.tl. Gott að eldast - Efling og þróun dagdvala á landsvísu - skýrslu starfshóps - mars 2025.
Björg Fenger tók til máls að nýju og ræddi 13. tl. stefnu í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026.
Fundargerðin sem er 17.tl. er samþykkt samhljóða. |
|
2505074 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Breiðamýri - Deiliskipulagsbreyting |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 vegna tillögu að breytingu deiliskipulags Breiðumýrar sem gerir ráð fyrir aðkomu og bílastæðum norðan við Lambamýri 1 til þess að bæta aðgengi að fyrirhuguðum fjölnota sal á jarðhæð. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Breiðumýrar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum eigna við Lambamýri.
|
|
|
2505076 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Gásamýri 2-28 - Fyrirspurn til umhverfissviðs |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á þakgerð einnar hæða raðhúsa, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsnefnd telur að útfærslan samræmist markmiði deiliskipulagsins og gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað þá útfærslu varðar sem fylgir fyrirspurn.
|
|
|
1405080 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Móar, endurskoðað deiliskipulag |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að deiliskipulagi Móa ásamt skýrslu Eflu um umferðarmál innan svæðisins. Tillagan gerir ráð fyrir því að gatan Hrísmóar verði lokuð framan við Hrísmóa 13 að vestanverðu og framan við Hrísmóa 3 að austanverðu. Ný tenging komi frá Bæjarbraut norðan við Garðatorg 2 og þar yrði aðkoma að Miðbæ og að Hrísmóum 1, 6, 8 og 10. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn í maímánuði. Skipulagsnefnd fól umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
|
|
|
2406836 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Miðbæjar sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir 6 hæða fjölbýlishúsi á lóðinni Garðatorg 1 og breyttri útfærslu á byggingarreit á lóð H, við austurenda yfirbyggðrar göngugötu, ásamt byggingarreit ofan á fremri hluta núverandi húss við Garðatorg 1, sem snýr út að torgi. Tillagan er unnin að hálfu fasteignafélagsins Heima sem er lóðarhafi Garðatorgs 1. Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Boða skal til almenns kynningarfundar á meðan á forkynningu stendur og er stefnt að því að hann verði haldinn maímánuði. Skipulagsnefnd fól umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum að útfæra vöruaðkomu norðan við Garðatorg 1 með ítarlegri hætti en tillagan gerir ráð fyrir og með áherslu á öryggi vegfarenda.
|
|
|
2504479 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Markarflöt 41 - Deiliskipulagsbreyting Flata |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Flata sem nær til einbýlishúslóðarinnar Markarflatar 41. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits um 1,7 m til austurs á um 8 metra kafla vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Markarflatar 39, 43, 45 og 47.
|
|
|
2410218 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Móaflöt 51 - Dsk. br. Flata |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi fyrirspurn um útfærslu á viðbyggingu við endaraðhús að Móaflöt 51. Skipulagsnefnd mat útfærsluna sem óverulega breytingu deiliskipulags Flata í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum raðhúslengjanna Móaflatar 29-39, Móaflatar 41-51 og Móaflatar 53-59.
|
|
|
2503226 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Hnoðraholt Norður, dsk breyting, austurhluti Vorbrautar. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 30. apríl 2025 varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norðurs sem gerir ráð fyrir því að afmörkun deiliskipulagssvæðis breytist þannig að austasti hluti Vorbrautar verður felldur út eða það svæði sem deiliskipulag Vetrarmýrar og Smalaholts nær til og er nú í auglýsingu. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning er felld niður þar sem að tillagan er í samræmi við tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Hnoðraholts norður. Tillagan skal hljóta staðfestingu um leið og tillaga að deiliskipulagi Vetrarmýrar og Smalaholts.
|
|
|
2505078 - Afgreiðsla skipulagsnefndar - Þorraholt 2-4, br dsk Hnoðrah Norður. |
|
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar frá fundi 8. maí 2025 varðandi breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir hækkun hámarkshæðar verslunar og þjónustulóðarinnar Þorraholt 2-4 um 38 cm, úr 78 mys. í 78,38 mys. Gerð var grein fyrir ástæðum þess að sótt er um hækkun. Skipulagsnefnd mat tillöguna sem fylgdi umsókn sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal eigendum Þorraholts 1, Þorraholts 5-9, Þorraholt 6, Útholts 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23.
|
|
|
2503150 - Stefna í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025 -2026 |
Lokadrög aðgerðaráætlunar í málefnum eldra fólks 2025-2026 lögð fram. |
|
Bæjarstjórn staðfestir stefnu Garðabæjar í málefnum eldri borgara - Aðgerðaráætlun 2025-2026.
|
|
|
|
|
6. 2504003F - Fundargerð leikskólanefndar frá 10/4 ´25. |
Margrét Bjarnadóttir ræddi 5.-16.tl. Þróunarsjóð leikskóla - umsóknir.
Brynja Dan Gunnarsdóttir ræddi 4.tl. útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum. og 5.-16.tl. þróunarsjóð leikskóla - umsóknir.
Almar Guðmundsson ræddi 4.tl. útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum og 5.-16.tl. þróunarsjóð leikskóla - umsóknir.
Rakel Steinberg Sölvadóttir ræddi 4.tl. útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju og ræddi 4.tl. útboð skólamáltíða 2025 í grunn- og leikskólum.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
7. 2505016F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 13/5 ´25. |
Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 1.tl. Jazzþorpið í Garðabæ 2025, 2.tl. Grósku ársskýrslu og ársreikningur 2024, 3.tl. ársskýrslu Bókasafns Garðabæjar 2024 og 4.tl. úthlutun út hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn.
Ingvar Arnarson ræddi 1.tl. Jazzþorpið í Garðabæ 2025 og lagði fram eftirfarandi sem samþykkt var samhljóða: "Bæjarstjórn færir öllum þeim sem komu að gerð og undirbúningi Jazzþorpsins sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf."
Brynja Dan Gunnarsóttir ræddi 1.tl. Jazzþorpið í Garðabæ 2025 og 4.tl. úthlutun úr hvatningarsjóði fyrir unga hönnuði og listamenn.
Almar Guðmundsson ræddi 1.tl. Jazzþorpið í Garðabæ 2025.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
8. 2505003F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 8/5 ´25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl. þjónustukönnun meðal fatlaðs fólks í Garðabæ og 4.tl. tillögu um myndun rýnihópa varðandi þjónustu við fatlað fólk.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
9. 2504017F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 30/4 ´25. |
Rakel Steinberg Sölvadóttir ræddi fundargerðina.
Almar Guðmundsson ræddi fundargerðina.
Rakel Steinberg Sölvadóttir tók til máls að nýju og ræddi fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
10. 2505005F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 8/5 ´25. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
11. 2504015F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 9/4 ´25. |
Harpa Þorsteinsdóttir ræddi 5.tl. aðalskoðun leiksvæða- skóla og opna leikvelli.
Almar Guðmundsson ræddi 5.tl. aðalskoðun leikskvæða- skóla og opna leikvelli.
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 5.tl. aðalskoðun leiksvæða- skóla og opna leikvelli.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
12. 2504018F - Fundargerð velferðarráðs frá 11/4 ´25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi 5.tl. vinnu og virkni fatlaðs fólks í Garðabæ og 6.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Rakel Steinberg Sölvadóttir ræddi 6.tl. búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í Hnoðraholti.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
13. 2505004F - Fundargerð öldungaráðs frá 12/5 ´25. |
Harpa Rós Gísladóttir ræddi 1. tl. kynningu fyrir öldungaráð og 5.tl. aðalfund Öldrunarráðs Íslands 2025.
Björg Fenger ræddi 4.tl. Gott að eldast - aðgerðaráætlun og lagði til að áréttuð yrði bókun öldungaráðs frá 9. desember 2024 vegna tíu samþykktra dvalarrýma Ísafoldar, þar sem öldungaráð lagði áherslu á að mikilvægt væri að samningar náist sem fyrst þannig að unnt sé að taka viðbótarrýmin í notkun og styðja á þann hátt við dagdvalarþjónustu eldri borgara í Garðabæ. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
14. 2501538 - Fundargerðir heilbrigðiseftirlits frá 31/3 og 28/4 ´25. |
Fundargerðirnar eru lagðar fram. |
|
|
|
15. 2502251 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21/3 ´25. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
16. 2501149 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 7/4, 14/4, 23/4 og 5/5 ´25. |
Fundargerðirnar eru lagðar fram. |
|
|
|
17. 2501405 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 2/4 og 23/4 ´25. |
Gunnar Valur Gíslason ræddi fundagerð frá 2. apríl 2025, 2.tl. tillögu að nýjum móttökuskilmálum og gjaldskrá á jarðvegi og 3.tl. stöðu og framvindu ESA málsins. Þá ræddi hann fundargerð frá 23. apríl 2.tl. málefni endurvinnslustöðva: niðurstöðu útboðs um byggingu endurvinnslustöðvar við Lambhagaveg og fjármögnun.
Fundargerðirnar eru lagðar fram. |
|
|
|
18. 2504457 - Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 14/4 ´25. |
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
19. 2502221 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 28/2, 14/3 og 11/4 ´25. |
Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi fundargerð frá 28. febrúar 2025, 1.tl. nýtt félag og Strætó bs. og 3.tl. Garðabæ, fundargerð frá 14. mars 2025, 3.tl. ársreikning 2024 og fundargerð 11. apríl 2025, 7.tl. verkefnahóp um innleiðingu breytinga og 8.tl. áhættugreiningu.
Fundargerðirnar eru lagðar fram. |
|
|
|
20. 2501492 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 11/4 ´25. |
Björg Fenger ræddi 1.tl. svæðisskipulag - breytingu á vaxtamörkum - Rjúpnahlíð - Garðabær og 2.tl. Gunnarshólma breytt svæðisskipulag - vaxtamörk.
Fundargerðin er lögð fram. |
|
|
|
21. 2408525 - Ársreikningur Garðabæjar 2024 - seinni umræða |
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og fór nánar yfir helstu niðurstöður ársreiknings Garðabæjar fyrir árið 2024.
Bæjarstjóri lagði til við bæjarstjórn að samþykkja ársreikning Garðabæjar fyrir árið 2024.
Rakel Steinberg Sölvadóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Við í Viðreisn erum ánægð að sjá afgang af rekstri sveitarfélagsins. Hluti af þeim árangri er að íbúafjöldi hefur aukist umfram spár sem hefur aukið útsvarstekjur sveitarfélagsins umfram tekjuáætlanir og aukin hlutlæg framlög úr jöfnunarsjóði vegna málaflokks fólks með fötlun. Hlutur stjórnenda sem hafa góða þekkingu á rekstrinum okkar fóru í mikilvægar og verðmætar aðhaldsaðgerðir. Nýja íbúa bjóðum við velkomna í Garðabæ, þau sem flytja hingað aftur bjóðum við velkomin heim. Viðreisn sæi fyrir sér að við í pólítíkinni í samvinnu við starfsmenn bæjarins venjum okkur við umræðu og vinnubrögð við ársreikninga og fjárhagsáætlanir með að nálgast þá með áhættumiðaðri umfjöllun í huga. Við þurfum öll í bæjarstjórn að skilja og þekkja hvaða áhættu rekstur félagsins felur í sér, en áhættan getur verið fólgin í vinnslu og vistun gagna, fjármögnun, fyrirséðar ógnir, veikleikar eða hvað annað sem eru í eðli sínu ekki fjárhagslegt en geta haft mikil eða takmörkuð fjárhagslegar áhrif til skemmri eða lengri tíma."
Gunnar Valur Gíslason tók til máls.
Björg Fenger tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: "Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2024 endurspeglar sterka fjárhagslega stöðu bæjarsjóðs. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð um 1.183 milljónir króna og sjóðstreymið er sterkt. Traust og sterk fjárhagsstaða bæjarsjóðs er grundvöllur þess að Garðabær sé vel undir það búinn að mæta aukinni þjónustu vegna fjölgunar íbúa samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A-hluta á árinu 2024 nam 6.264 milljónum króna, þar af vó uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum langþyngst, um 2.800 milljónum króna eða um 45% af öllum fjárfestingum A-hluta bæjarsjóðs. Myndarleg uppbygging samgönguinnviða í nýjum hverfum setur einnig svip sinn á ársreikninginn og var allur rekstrarafgangur ársins auk hóflegrar lántöku nýttur til fjárfestinga. Það er til marks um góðan árangur í rekstri ársins að skuldir A sjóðs lækkuðu um 2 milljarða króna á árinu. Allar kennitölur í rekstri bera vott um trausta fjárhagsstöðu Garðabæjar. Skuldaviðmið nemur 97% og skuldahlutfall 120% en var 126% árið 2023. Veltufé frá rekstri er 2.466 m.kr. sem er um 8,1% í hlutfalli við rekstrartekjur, en var 2,2% árið 2023. Ábyrgur rekstur bæjarsjóðs með vellíðan og lífsgæði bæjarbúa að leiðarljósi endurspeglar áherslur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við teljum mikilvægt að tryggja öryggi, festu og skilvirkni í rekstri bæjarins, álögum í Garðabæ sé haldið sem lægstum meðal stærstu sveitarfélaga landsins og þjónustukannanir staðfesti áfram mikla ánægju íbúa með þjónustu bæjarins."
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða við síðari umræðu ársreikning Garðabæjar fyrir árið 2024 samkvæmt 61. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011, sbr. 2. tl. 1. mgr. 18. gr. laganna.
Samþykktinni til staðfestingar er ársreikningurinn undirritaður af viðstöddum bæjarfulltrúum.
|
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00. |
|
|
Til baka |
Prenta |
|