Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd Garðabæjar
20 (22-26). fundur
11.09.2024 kl. 08:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Stella Stefánsdóttir formaður, Sófus Gústavsson varamaður, Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.

Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri umhverfismála.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2407337 - Hafnarfjörður, deiliskipulagsbreyting. Borteigar við Kapelluhraun
Deiliskipulagstillaga rædd og lögð fram.
2. 2403209 - mengunarmælingar 2024
Mengunarmælingar ræddar og lagðar fram.
3. 2406780 - Loftslagsstefna - innleiðing - Sóknaráætlun 2023
Lagt fram.
4. 2401607 - Fundargerðir 2024 - Stjórn Reykjanesfólkvangs
Lagt fram.
5. 2406274 - Samgönguvika 2024
Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september 2024. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þema samgönguviku í ár er Almannarými - virkir ferðamátar.
6. 2409093 - Umhverfishópar 2024
Skýrsla yfirflokkstjóra umhverfishópa sem starfræktir eru yfir sumarið kynnt. Umhverfisnefnd fagnar miklu og öflugu starfi sem unnið var í umhverfishópum í sumar.
7. 2408372 - Tilnefning til Grænu skóflunnar
Bygging leikskólans við Holtsveg 20 hefur verið tilnefnd til grænu skóflunnar. Verðlaunin Græna skóflan voru veitt í fyrsta skipti á Degi Grænni byggðar 2022. Verðlaunin eru viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).