Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
14. fundur
25.11.2021 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar Fundurinn er haldinn með fjarfundarbúnaði.
Fundinn sátu: Sigurður Guðmundsson formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Kjartan Örn Sigurðsson varamaður, Stella Stefánsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Eysteinn Haraldsson bæjarverkfræðingur, Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda, Sólveig Helga Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur, Arnar Hannes Halldórsson byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2104420 - Vífilsstaðahraun, deiliskipulag Fólkvangs
Þráinn Hauksson og Halldóra Narfadóttir hjá Landslagi ehf kynntu drög að deiliskipulagi Vífilsstaðahrauns.
Vísað til frekari mótunar hjá ráðgjöfum og tækni-og umhverfissviði.
2. 2105498 - Þorraholt, dsk breyting, Hnoðraholt norður
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til íbúarbyggðar í Þorraholti.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreitum sem hafa það að markmiði að bæta búsetugæði íbúðanna. Byggingarmagn breytist ekki en fjöldi íbúða getur orðið á bilinu 180-220 í stað 200 áður.
Fjarlægð byggingareita næst núverandi byggð í Hnoðraholti breytist ekki.
Tillagan hefur verið kynnt fulltrúum íbúa í Hnoðraholti.
Fallið er frá verkefnislýsingu og forkynningu í samræmi við 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010 þar sem allar forsendur eru til staðar í aðalskipulagi sem er sett fram sem rammahluti.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 41. gr. sömu laga.
3. 2111064 - Breyting á vaxtamörkum svæðisskipulags í landi Garðabæjar. Aðal- og svæðisskipulagsbreyting.
Ssipulagsstjóri fer yfir forsendur tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar sem kallar á breytingu vaxtamarka í svæðisskipulagi.
4. 2102111 - Víðiholt íbúðabyggð. Deiliskipulag
Skipulagsstjóri greinir frá ákvörðun tækni- og umhverfissviðs að fresta kynningarfundi sem fara átti fram í dag. Ástæðan er staðan í faraldrinum og samkomutakmarkanir. Tilkynnt hefur verið að fundurinn muni fara fram eftir áramót.
Skipulagsnefnd leggur til að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 13. janúar 2022 og athugasemdafrestur verði framlengdur til 27. janúar.
5. 2102110 - Félagssvæði Sóta. Deiliskipulag.
Skipulagsstjóri greinir frá ákvörðun tækni- og umhverfissviðs að fresta kynningarfundi sem fara átti fram í dag. Ástæðan er staðan í faraldrinum og samkomutakmarkanir. Tilkynnt hefur verið að fundurinn muni fara fram eftir áramót.
Skipulagsnefnd leggur til að fundurinn verði haldinn fimmtudaginn 13. janúar 2022 og athugasemdafrestur verði framlengdur til 27. janúar.
6. 2109133 - Blikanes 6 - stækkun byggingarreits. -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að að óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness sem nær til lóðarinar Blikanes 6 að lokinni grenndarkynningu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkuðum byggingarreit á bakhluta lóðar til norðausturs.
Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Arnarness.
7. 1912107 - Hraunhólar 8, breyting á deiliskipulagi Hraunholts eystra
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags lóðarinnar Hraunhólar 8 að lokinni grenndarkynningu.
Vegna mistaka voru ný lóðarmörk ekki sýnd eins og lóðarhafi hafði óskað eftir. Gerði umsækjandi því athugsemd við grenndarkynninguna.
Þar sem að lagfæring lóðarmarka varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins samþykkir skipulagsnefnd lagfæringu á tillögunni hvað varðar lóðarmörk og lögun byggingarreits.
Skiplagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindri breytingu sem óverulega breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2110329 - Iðnbúð 6 - stækkun á byggingareit - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits á baklóð.
Skipulagsnefnd metur breytinguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Iðnbúðar/Smiðsbúðar samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Iðnbúðar 4 og 8 og Gilsbúðar 3, 5 og 7.
9. 2110369 - Hraunás 3 innrétta bílskúr - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Fyrirspurn vísað til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.
10. 2108232 - Blikanes 22 - fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að að óverulegri breytingu deiliskipulags Arnarness sem nær til lóðarinar Blikanes 22 að lokinni grenndarkynningu. Tillagan gerir ráð fyrir stækkuðum byggingarreit á suðausturhluta hússins.
Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Arnarness.
11. 2102544 - Hönnun - Útboð - Aðkomutákn við Hafnarfjörð - Reykjanesbraut
Lögð fram umsókn tækni- og umhverfissviðs um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu aðkomutákns við mörk Garðabæjar og Hafnarfjarðar við Reykjanesbraut að sunnanverðu.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir uppsetningu aðkomutákns í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar.
12. 1907083 - Víkurgata 19 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir því að byggingarreitur fyrir leyfileg innskot/útskot stækki.
Með vísan í fyrri afgreiðslur málsins hafnar skipulagsnefnd tillögunni.
13. 2108621 - Mosagata leiksvæði. Breyting á deiliskipulagi Urriðaholts vesturhluti
Lögð fram tillaga að breyting deiliskipulags Urriðaholts vesturhluta sem gerir ráð fyrir að göngustígur frá Mosagötu að göngustíg á milli lóða við Mosagötu og Holtsveg falli út ásamt leiksvæði. Um leið breytast mörk lóðarinnar Mosagata 4 sem stækkar til norðvestur.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14. 2110336 - Grímsgata 2-4 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa og húsbyggjanda um útfærslu 1. hæðar ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Með vísan í umsögn deiliskipulagshöfundar gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar hvað umrædda útfærslu varðar.
15. 1911163 - Lýðræðisstefna Garðabæjar- endurskoðun
Hulda Haukssdóttir upplýsingafulltrúi Garðabæjar kynnti vinnu við endurkoðun Lýðræðisstefnu Garðabæjar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að Lýðræðisstefnu Garðabæjar.
16. 1911396 - Loftlagsstefna Garðabæjar
Guðbjörg Brá Gísladóttir deildarstjóri umhverfis og framkvæmda gerði grein fyrir tillögu að Loftlagsstefnu Garðabæjar.
Skipulagsnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 er gert ráð fyrir umstalverðri íbúafjölgun í sveitarfélaginu næstu árin sem þarf að taka tillit til í gerð loftslagsstefnu Garðabæjar.
17. 2108303 - Tillaga um að að gera heildstætt mat á vistvænum samgöngum í Garðabæ.
Skipulagsnefnd felur tækni- og umhverfissviði að hefja vinnu við endurskoðun á kafla 4, samgöngur og þjónustukerfi, í Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 þar sem áhersla verður á vistvænar samgöngur í bæjarfélaginu og í kjölfarið unnin aðgerðaráætlun sem dregur úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá umferð og eflir um leið sjálfbærni og heilsueflingu samfélagsins.
18. 2111211 - Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breyting. Skipulagslýsing. Hellnahraun
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna.
19. 2111173 - Smárahvammsvegur, Deiliskipulag
Vísað til frekari skoðunar hjá tækni-og umhverfissviði.
20. 1804300 - Álftanes sjóvarnir
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð sjóvarna í fólkvanginum að Hliði og við Bessastaðaskans.
Afla þarf umsagnar Forsetaembættisins, Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar.
21. 2111023F - afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 12
 
2110078 - Muruholt 2 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2110175 - Lyngholt 1 og 3 - óveruleg deiliskipulagsbreyting
 
 
 
2109366 - Borgarás 10 - Bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2107293 - Borgarás 12 - Fyrirspurn um hljóðgirðingu
 
 
 
2111099 - Langamýri 22 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2110079 - Efstilundur 5 - Tilkynning um framkvæmdir
 
 
 
2111042 - Móaflöt 6 stækkun á húsi - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2110138 - Markarflöt 57 - Deiliskipulagsbreyting
 
 
 
2108222 - Sunnuflöt 24 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2107384 - Sunnakur 3 - Umsögn vegna lóðafrágangs - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2110336 - Grímsgata 2-4 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2109063 - Hraungata 10 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2110242 - Hraungata 44 steypt bílaplan - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2110246 - Hraungata 46 - Breyting á bílaplani
 
 
 
1905048 - Maríugata 30-32 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2110106 - Víkurgata 22 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).