Fundargerðir

Til baka Prenta
afgreiðslufundir skipulagsstjóra
8. fundur
11.07.2022 kl. 11:30 kom afgreiðslufundir skipulagsstjóra saman til fundar í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg.
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri. Anna María Guðmundsdóttir . Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari. Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2206201 - Þórsmörk - byggingarleyfi færanlegra kennslustofa
Lögð fram umsókn Alþjóðaskólans um byggingarleyfi fyrir staðsetningu tveggja færanlegra kennslustofa; 133 m2 og 25 m2; alls 158 m2 norðan við húsið Þórsmörk.
Staðsetning kennslustofanna er að hluta til utan lóðar á landi Garðabæjar.
Kennslustofurnar verða nýttar til bráðabirgða sem kennslurými fyrir Alþjóðaskólann sem starfræktur er í húsinu Þórsmörk þar til að nýbbygging Alþjóðaskólans sem nú er í byggingu verður tilbúin.
Staðsetningin hefur ekki áhrif á legu göngustígs meðfram Vífilsstaðavegi.
Samþykki landeigandans, Garðabæjar, um staðsetningu húsanna utan lóðarmarka Þórsmerkur liggur fyrir.
Þar sem að um bráðabirgðalausn er að ræða gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað staðsetningu kennslustofanna tveggja varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
2. 2206114 - Jafnakur 7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram óveruleg breyting deiliskipulags Akra sem samþykkt var í bæjarstjórn 18.desember 2008. Vegna hnökra sem urðu á frágangi málsins í framhaldi af samþykktinni hlaut breytingin ekki staðfestingu með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Samkomulagi lóðareigenda var þinglýst í maí 2008. Ástæða þessarar breytingar voru mistök sem urðu við útmælingu hússins. Bæði hús hafa þegar verið reist og lóðarfrágangur er í samræmi við deiliskipulagsbreytinguna og samkomulagið.

Breytingin gerir ráð fyrir að lóðarmörk milli Jafnakurs 7 og 5 færist um 1,5 m til vestur og byggingarreitur á lóðinni nr.7 stækkar um 1,5 m til vesturs og 0,5 m til suðurs. Lóð nr.7 stækkar því um 27 m2 og er því fyrir breytingu 813 m2 en eftir breytingu 840m2. Lóð nr. 5 minnkar að sama skapi um 27 m2 og er fyrir breytingu 704 m2 en eftir breytingu 677 m2.

Skipulagsstjóri samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga. 2.ml.3.mgr.44.gr.sömulaga er grenndarkynning felld niður enda varða breytingin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og lóðarhafa.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).