Sumarstörf 2019

Garðabær auglýsir eftir sumarstarfsfólki. Umsóknarfrestur er til 4. mars nk. Sótt er um störfin á ráðningarvef Garðabæjar.

GARÐYRKJUDEILD

Almenn garðyrkjustörf

 

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við almenn garðyrkjustörf. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

 

Hæfniskröfur:

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

 

 

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

 

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

 

 

Flokkstjórar við garðyrkju

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra almennum garðyrkjuhópum.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og gera vinnuskýrslur fyrir hópinn.

Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí og fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.


Hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr

· Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki

· Starfsreynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

 

 

Störf í slætti

 

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við slátt. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.


Hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

Flokkstjórar við slátt

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra sláttuhópum.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum sláttuhóp, stýra verkefnum á verkstað, gera vinnuskýrslur fyrir hópinn og hafa umsjón með vélum og búnaði sláttuhópa.

Starfstímabilið er um 14 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí og út ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.

Hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr

· Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki

· Starfsreynsla af garðyrkjustörfum nauðsynleg

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

 

Nánari upplýsingar:
Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

 

ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

Almennir verkamenn

Þjónustumiðstöð auglýsir eftir almennum verkamönnum í sumarstörf. Starfstímabilið er um 13 vikur, á tímabilinu frá miðjum maí fram í ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst. Um er að ræða útistörf.


Starfssvið:

· Í starfinu felst að vinna við almennt viðhald á götum, gangstéttum og graseyjum

· Aðstoð við viðgerðir á vatnsveitu- og fráveitulögnum

· Ýmisleg smáverk t.d. hreinsun bæjarins, yfirmálun veggjakrots og fleira

· Ýmis önnur verkefni sem til falla

 

Reynsla og hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Samviskusemi og stundvísi

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Sigurður Hafliðason, forstöðumaður

Netfang: sigurdurhaf@gardabaer.is

Sími 591 4587

 

 

FJÖLBREYTT SUMARSTÖRF

Umhverfishópar, flokkstjórar

 

Garðyrkjustjóri auglýsir eftir flokkstjórum til að stýra hópum við almenn sumarstörf.

Flokkstjórar bera ábyrgð á sínum vinnuhópi, stýra verkefnum á verkstað og skila vinnuskýrslum.

Starfstímabilið er um 10 vikur, á tímabilinu júní og júlí. Daglegur vinnutími er 8 klst.

Starfsvettvangur er að mestu á útivistarsvæðum utan byggðar.

Hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1998 eða fyrr

· Flokkstjóri skal vera stundvís, jákvæður, lipur og eiga auðvelt með að vinna með öðru fólki

· Starfsreynsla af sambærilegum störfum er kostur

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

 

Umhverfishópar, starfsmenn

Auglýst er eftir starfsmönnum til starfa í umhverfishópum.


Starfssvið:

Störfin eru fjölbreytt og starfsvettvangur hópanna er bæði utan byggðar og í byggð.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.


Nánari upplýsingar:

Smári Guðmundsson, garðyrkjustjóri

Netfang: smarig@gardabaer.is

Sími: 591 4579

 

 

 

Störf í slætti í Garðakirkjugarði

Garðakirkjugarður auglýsir eftir starfsfólki til sumarstarfa við slátt.

 

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2001 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

 

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

 

Störf í leikskólum Garðabæjar

Auglýst er eftir sumarstarfsmönnum til aðstoðar/afleysingar í leikskólum Garðabæjar. Sjá nánar listann hér fyrir neðan.

Markmið starfsins:

Að gefa ungmennum tækifæri til að taka þátt í hinum ýmsu störfum innan leikskóla. Starfið er fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 2002 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafi lögheimili í Garðabæ

· Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af sambærilegum störfum er kostur

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

 

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.


Nánari upplýsingar:

Halldóra Pétursdóttir, verkefnastjóri

halldorapet@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

Í boði eru störf á eftirtöldum leikskólum:

Starf á leikskólanum Ökrum

Starf á leikskólanum Bæjarbóli

Starf á leikskóladeild Flataskóla

Starf á leikskólanum Holtakoti

Starf á leikskólanum Hæðarbóli

Starf á leikskólanum Kirkjubóli

Starf á leikskólanum Krakkakoti

Starf á leikskólanum Lundabóli

Starf á leikskólanum Sunnuhvoli

Starf á leikskóladeild Urriðaholtsskóla

 

Flokkstjórar í leikskólum Garðabæjar

Auglýst er eftir flokkstjórum í leikskólum Garðabæjar. Sjá nánar listann hér fyrir neðan.

 

Starfssvið:

· Í samvinnu við leikskólastjóra felst starfið í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna á aldrinum 17- 20 ára sem eru sumarstarfsmenn leikskólanna

· Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka

· Önnur verkefni sem leikskólastjóri felur honum að sinna


Menntun , reynsla og hæfniskröfur:

· Æskilegur aldur 20 ára eða eldri (fædd/-ur árið 1999 eða fyrr)

· Menntun og reynsla í uppeldismálum er kostur

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll

· Stundvísi og samviskusemi

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Starfstímabilið er 10 vikur á tímabilinu júní til ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Halldóra Pétursdóttir, verkefnastjóri

halldorapet@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

Í boði eru störf á eftirtöldum leikskólum:

Starf á leikskólanum Ökrum

Starf á leikskólanum Bæjarbóli

Starf á leikskóladeild Flataskóla

Starf á leikskólanum Holtakoti

Starf á leikskólanum Hæðarbóli

Starf á leikskólanum Kirkjubóli

Starf á leikskólanum Krakkakoti

Starf á leikskólanum Lundabóli

Starf á leikskólanum Sunnuhvoli

Starf á leikskóladeild Urriðaholtsskóla

 

 

 

Bæjarskrifstofur

Bæjarskrifstofur – starf við launvinnslu:

 

Helstu verkefni:

· Almenn launavinnsla

· Skönnun og annar frágangur gagna

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 1997 eða fyrr

· Talnagleggni, góð rökhugsun og nákvæmni í vinnubrögðum

· Þekking og reynsla af helstu aðgerðum í excel

· Skilningur og hæfni til að lesa úr kjarasamningum

· Góð samskiptahæfni

· Þekking á H3 launakerfi er kostur

 

Bæjarskrifstofur – aðstoð á tæknideild:

 

Helstu verkefni:

· Skönnun og flokkun teikninga

· Gagnaskráning

· Almenn skrifstofustörf

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 1999 eða fyrr

· Hafa lögheimili í Garðabæ

· Nákvæmni og samviskusemi

 

Bæjarskrifstofur – aðstoð við skjalavörslu og skráningu mynda:

 

Helstu verkefni:

· Pökkun og skráning skjala

· Skrá myndefni í FotoWare

· Skönnun og skráning í skjalakerfið Onesystems

· Frágangur í skjalageymslu

· Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur:

· T.d. nemi í sagnfræði, upplýsingafræði eða íslensku

· Góð tölvukunnátta og öguð og nákvæm vinnubrögð

· Þekking á kerfunum FotoWare og/eða Onesystems er mikill kostur

· Vandvirkni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum

· Vilji til að taka tilsögn

 

Bæjarskrifstofur – starf í þjónustuveri:

 

Helstu verkefni:

· Móttaka viðskiptavina í Ráðhúsinu

· Aðstoð við viðskiptavini í gegnum síma

· Skráning á gögnum og upplýsingum

· Almenn skrifstofustörf

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 1998 eða fyrr

· Hafa lögheimili í Garðabæ

· Menntun og reynsla sem nýtist í starfi

· Rík þjónustulund

· Lipurð í samskiptum

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

 

Hönnunarsafn Íslands

Hönnunarsafn Íslands – aðstoð við safneign og miðlun:

 

Helstu verkefni:

· Flokkun safngripa og frágangur

· Ljósmyndun safngripa fyrir geymsluskrá

· Skráning á gögnum og upplýsingum

· Almenn skrifstofustörf

· Endurskipulag varðveislurýma

· Móttaka safngesta í sýningarýmum safnsins

· Afgreiðsla og móttaka (Safnbúð)

 

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 2001 eða fyrr

· Hafa lögheimili í Garðabæ

· Rík þjónustulund

· Nákvæmni og samviskusemi

· Lipurð í samskiptum

· Áhugi á íslenskri hönnun er kostur

· Þekking á söfnum er kostur

 

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

 

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

 

Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar er almenningssafn sem er með starfsemi á tveimur stöðum í bænum þ.e. á Garðatorgi þar sem aðalsafnið er og útibúið á Álftanesi í Álftanesskóla.

 

Bókasafn Garðabæjar Garðatorgi og Álftanessafn – starf við afgreiðslu:

 

Helstu verkefni:

· Almenn afgreiðslustörf

· Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit

· Aðstoð við viðskiptavini í gegnum síma

· Frágangur gagna

· Uppröðun safnefnis og fínröðun

· Þrif á safnkosti

 

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 2001 eða fyrr

· Hafa lögheimili í Garðabæ

· Rík þjónustulund

· Lipurð í samskiptum

· Snyrtimennska

· Áhugi á starfsemi almenningsbókasafna

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.

 

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

Þjónusta við eldri borgara

Helstu verkefni:

· Dagleg verkefni í Jónshúsi, félagsmiðstöð

· Aðstoð í eldhúsi

· Þátttaka í félagsstarfi

· Aðstoða við viðburði/skemmtanir

· Gluggaþrif og tiltekt í garði

· Önnur verkefni

 

Hæfniskröfur:

· Vera fædd/-ur árið 2002 eða fyrr

· Hafa lögheimili í Garðabæ

· Rík þjónustulund

· Jákvæði og ábyrgðarkennd

· Sveigjanleiki og hæfni í samskiptum

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur 2002 eða fyrr).
Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur 2001 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Berglind Rós Pétursdóttir, umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra berglindpe@gardabaer.is
Sími 512 1502

 

Starf á heimili fatlaðs fólks

Heimili fatlaðs fólks í Garðabæ óska að ráða fólk til sumarafleysinga. Unnið er á vöktum og aðra hverja helgi.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

· Þjónusta við fatlað fólk

· Aðstoða þjónustunotendur við daglegar athafnir, við tómstundaiðkun og við heimilishald

 

Hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir árið 1999 eða fyrr

· Góð almenn menntun

· Reynsla af sambærilegu starfi æskileg

· Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum

· Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar um störfin veita:

Sigurður Sigurðsson, forstöðuþroskaþjálfi Sigurhæð, sími: 544 4700 og 617 1582 eða með því að senda fyrirspurn á sigurdursi@gardabaer.is

Anna María Þórðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi Ægisgrund, sími: 565 8130 og 617 1583 eða með því að senda fyrirspurn á annathord@gardabaer.is

Ingibjörg Friðriksdóttir, forstöðuþroskaþjálfi Krókamýri, sími: 565 9505 og 617 1581, eða með því að senda fyrirspurn á ingibjorgf@gardabaer.is

Íris Ellertsdóttir, forstöðumaður Miðskógum, sími: 565 4525 og 617 1584 eða með því að senda fyrirspurn á irise@gardabaer.is

 

 

 

 

Aðstoðarmaður verkefnastjóra í skapandi sumarstörf

Auglýst er eftir aðstoðarmanni verkefnastjóra í skapandi sumarstörf


Starfssvið:

· Í samvinnu við verkefnastjóra felst starfið í skipulagningu og stýringu á vinnu ungmenna í skapandi sumarstarfi

· Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka

· Önnur verkefni sem verkefnastjóri felur honum að sinna


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Æskilegur aldur 20 ára eða eldri (fædd/-ur árið 1999)

· Menntun og reynsla í lista- og menningarmálum er kostur

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð fyrirmynd

· Stundvísi og samviskusemi

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Starfstímabilið er 10 vikur á tímabilinu júní til ágúst. Daglegur vinnutími er 8 klst.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Eiríkur Björn Björgvinsson , sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Netfang: eirikurbjorn@gardabaer.is

Sími: 525 8500

 

 

Starfsmenn í skapandi sumarstörf

Skapandi sumarstörf eru starfrækt yfir sumartímann ár hvert. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum.

Umsækjendur verða einnig að taka þátt og koma fram í sameiginlegum verkefnum sem hafa verið afar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg og eiga að vera sýnileg vegfarendum Garðabæjar yfir sumartímann.

Sameiginleg verkefni geta verið, tónleikar, leik- eða myndlistarsýningar, gjörningar eða annað áhugavert sem hópurinn tekur sér fyrir hendur. Þrír sameiginlegir viðburðir verða skipulagðir þessa tvo mánuði.

Þessi störf eru hluti af sumarátaki Garðabæjar fyrir ungt fólk og gerð er krafa um að umsækjendur hafi lögheimili í Garðabæ.

Umsókninni þarf að fylgja:

· Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum

· Tíma- og verkáætlun verkefnisins

· Fjárhagsáætlun með upplýsingum um fjármögnun

· Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins og tilgreina þarf einn aðila sem tengilið verkefnisins


Afgreiðsla umsókna:

Verkefnastjóri skapandi sumarstarfs fer yfir umsóknirnar og velur ákjósanleg verkefni. Þættir sem eru hafðir til hliðsjónar við verkefnaval eru sem hér segir:

 

· Markmið, verkáætlun og framkvæmd

· Frumleiki hugmyndarinnar

· Samfélagsleg vídd verkefnisins

· Reynsla umsækjenda

· Fjárhagslegur bakhjarl verkefnisins sé tryggður

· Fjölbreytni í verkefnavali/vægi á milli listgreina – málaflokka

· Kynjahlutfall umsækjenda

· Gæði umsóknarinnar

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

 

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002)

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr)

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Netfang: eirikurbjorn@gardabaer.is

Sími: 525 8500

 

 

 

Atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni 17 ára og eldri

Í sumar verður atvinnutengt frístundaúrræði í boði fyrir fötluð ungmenni fædd 2002 eða fyrr. Úrræðið tryggir ungmennum 17 ára og eldri vinnu í allt að 6-7 tíma á dag. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lögheimili í Garðabæ.

Boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Markmiðið með úrræðinu er að gefa öllum ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í störfum með stuðningi.

Frístundastarfið verður fjölbreytt og sniðið að þörfum þeirra sem taka þátt og unnið með þeim að þróun starfsins. Markmiðið með frístundastarfinu er að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

 

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559

 

 

Stuðningur við fatlað fólk, aðstoðarmenn við störf

Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ og boðið verður upp á stuðning með fötluðum ungmennunum. Almennt er gert ráð fyrir 3-4 vinnustundum fyrir hádegi og frístundastarfi eftir hádegi. Stuðningsaðilar verða einnig þátttakendur í frístundastarfinu til að stuðla að því að markmiðum starfsins verði náð.

 

Starfssvið:

· Styðja við fatlað fólk í almennum störfum hjá Garðabæ

Efla sjálfstæði og styrkja félagsleg tengsl í frístundastarfi

 

Hæfniskröfur:

· Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur

· Jákvæðni og samskiptahæfni


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559

 

 

Stuðningur við fatlað fólk, aðstoðarmaður verkefnastjóra

Í sumar verður í boði atvinnutengt frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ. Auglýst er eftir aðstoðarmanni verkefnastjóra.


Markmiði starfsins:

Að gefa ungmennum tækifæri til þess að taka þátt í hinum ýmsu störfum með þeim stuðningi sem hver og einn þarfnast. Að efla sjálfstæði einstaklinga og styrkja félagsleg tengsl þeirra ásamt því að leggja áherslu á fjölbreytt frístundastarf.

Almennt er gert ráð fyrir 4 stundum á dag í vinnu og að síðan taki við frístundastarf með ungmennunum.


Starfssvið:

· Skipulagning, ábyrgð og stýring á verkefninu

· Samskipti við foreldra

· Samskipti við vinnustaði bæði á vegum bæjarins og annarra

 

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Þroskaþjálfamenntun er æskileg

· Reynsla af störfum með fötluðu fólki

 


Vinnutímabil er um 11 vikur frá miðjum maí.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar veitir:

Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi

Palaei@gardabaer.is

Sími 525 8559

 

Stuðningur á sumarnámskeið vegna barna með sérþarfir


Í sumar verður í boði stuðningur á sumarnámskeið vegna barna með sérþarfir.
Um er að ræða fylgd á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára .

Helstu verkefni og ábyrgð
• Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við barnið
• Framtakssemi og jákvæðni
• Stuðla að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börnin.
Hæfniskröfur:
• Æskilegt er að starfsmaður hafi reynslu af starfi með börnum
• Umburðalyndi, skilningur, leikgleði og jákvæð hvatning.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).
Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).


Nánari upplýsingar veitir:
Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi
Palaei@gardabaer.is
Sími 525 8559

 

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Umsækjendur skulu vera fæddir 2002 eða fyrr

· Umsækjendur skulu hafa lögheimili í Garðabæ

· Krafist er góðrar ástundunar og dugnaðar

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af sambærilegum störfum er kostur


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Árgangur 2002 fær 82% af hlutaðeigandi launaflokki.

 

Vinnutími er 6 tímar á dag í 7 vikur fyrir 17 ára (fædd/-ur árið 2002).

Vinnutími er 7 tímar á dag í 8 vikur fyrir 18 ára og eldri (fædd/-ur árið 2001 eða fyrr).

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri

ingath@gardabaer.is

Sími 525 8500

 

Hægt er að sækja um störf á eftirtöldum stöðum:

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -Vífill
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -UMFÁ
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -TFG
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga -GÁ golfklúbbur
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Svanir
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Stjarnan
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga – Oddur vallarstarfsmenn
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstunda - Klifið

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG vallarstarfsmenn

Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - GKG námskeið
Aðstoðarstarfsmenn á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga - Draumar

 

VINNUSKÓLINN

Flokkstjórastörf við Vinnuskólann

Yfirflokkstjórar vinnuskólans

Starfssvið:

· Í starfinu felst stefnumótun, skipulagning, ábyrgð og stýring á vinnuskóla í samvinnu við forstöðumann

· Ábyrgð á daglegu starfi flokkstjóra, unglingavinnuhópa og verkefnum

· Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka

· Tómstunda -og forvarnastarf

· Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni


Menntunar og hæfniskröfur:

· Æskilegur aldur 25 ára eða eldri (fædd/-ur árið 1994 eða fyrr)

· Menntun og reynsla á sviði stjórnunar telst kostur

· Menntun á sviði lista- verkmennta telst kostur

· Menntun og reynsla í uppeldismálum er kostur

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll

· Stundvísi og samviskusemi

· Gott orð fyrir fyrri störf

· Meðmæli frá fyrri störfum


Vinnutímarammi er frá kl. 8:00 til 16:30 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00 til 15:30. Vinnutímabil er 2,5 mánuðir (maí – júlí).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Gunnar Richardson, forstöðumaður

gunnar@gardalundur.is

Sími 590 2570

 

 

Flokkstjórar við Vinnuskólann

Starfssvið:

· Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 13 til 16 ára við ýmis garðyrkjustörf o.fl.

· Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka

· Tómstunda -og forvarnastarf að hluta

· Önnur þjónusta og verkefni sem vinnuskólinn veitir hverju sinni


Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

· Æskilegur aldur 20 ára eða eldri (fædd/-ur árið 1999 eða fyrr)

· Menntun og reynsla á sviði lista og verkmennta telst kostur

· Menntun og reynsla í uppeldismálum er kostur

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Góð fyrirmynd og heilbrigður lífsstíll

· Stundvísi og samviskusemi

· Meðmæli frá fyrri störfum

 

Vinnutímarammi er frá kl. 8:00 til 16.30 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8:00 til 15:30. Vinnutímabil er 2 mánuðir (júní – júlí).

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélagsins Hlífar.


Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2019.

Nánari upplýsingar:

Gunnar Richardson, forstöðumaður

gunnar@gardalundur.is

Sími 590 2570

 

Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni. Nánari upplýsingar um Vinnuskólann 2019 má nálgast hér.