4. maí 2020

Frestun á greiðslu fasteignagjalda vegna atvinnuhúsnæðis

Hægt er að sækja um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021 vegna Covid-19

Hægt er að sækja um frestun allt að þriggja gjalddaga fasteignaskatta og fasteignagjalda sem færast þá á fyrstu mánuði ársins 2021 vegna Covid-19. Með verulegu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekjufalli milli sömu mánaða á árunum 2019 og 2020.

Úrræðið á eingöngu við um atvinnuhúsnæði. Rafrænar beiðnir um frestun ágreiðslu fasteignaskatta og fasteignagjalda eru á Mínum Garðabæ.

Athugið: Einungis er hægt að sækja um einn gjalddaga í einu. Ný umsókn fyrir næsta gjalddaga birtist 5. hvers mánaðar inni á Mínum Garðabæ. Umsóknir eru metnar og afgreiddar fyrir 20. hvers mánaðar.
Garðabær áskilur sér rétt til að óska eftir gögnum til staðfestingar á tekjuskerðingu a.m.k. 25% milli sömu mánaða á árunum 2019-2020.

Sjá einnig frétt frá 31. mars 2020 um fjárhagslegar aðgerðir Garðabæjar vegna Covid-19.