29. okt. 2021

Hafnarfjarðarvegur/þróunarsvæði - Aðalskipulag Garðabæjar - val á ráðgjöfum

Auglýst er eftir ráðgjöfum sem eru skipaðir þverfaglegu teymi skipulagsráðgjafa; skipulagsfræðingar, arkitektar, landslagsarkitektar og verkfræðingar sem vinna að gerð rammahluta aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka og Álftanesvegi frá Engidal að Reykjanesbraut.

Markmiðið er að móta stefnu um uppbyggingu á svæðinu sem sett verður fram sem rammahluti aðalskipulags og deiliskipulags í áföngum. Áhersla verður á gæði byggðar, umhverfi, samgöngur og samráð við íbúa og samvinnu við hagsmunaðila.

Skilafrestur til að sækja um er til og með 18. nóvember 2021. Umsóknir sendist á netfangið skipulag@gardabaer.is

Nánari upplýsingar um verkefnið, markmið þess, áherslu, verkþætti, kröfur, mat og tímalínu má sjá hér fyrir neðan.

AðalskipulagGarðabæjar 2016-2030

RammaskipulagLyngássvæði/Hafnarfjarðarvegur 2017

Verkefnislýsing

Markmið

  • Að móta stefnu um uppbyggingu á svæðinu sem sett verður fram sem rammahluti aðalskipulags og deiliskipulag í áföngum sbr. kafli 3.1.3 í aðalskipulagi Garðabæjar.
  • Að samræma stefnuna við aðrar áætlanir Garðabæjar og höfuðborgarsvæðisins
  • Að móta stefnu í samráði við íbúa Garðabæjar

Áhersla - (sbr. Áherslur í ASKG – kafli 1.4)

  • Gæði byggðar
    Fjölbreytileiki í byggðarmynstri, íbúðagerð og aldurssamsetningu í Garðabæ.
    Eftirsótt byggð til búsetu
    Þéttleiki byggðar taki mið af áherslum Borgarlínu verkefnis
    Lifandi miðbær með sterkri bæjarmynd frá Garðatorgi að Lyngási
  • Umhverfi
    Gæðum Hraunsholtslækjar sem er á náttúruminjaskrá viðhaldið
    Góð tengsl byggðar við umhverfi og náttúru
    Umhverfisvottun (sbr. Breeam- eða Svansvottun)
    Hljóð- og loftgæði
    Kolefnisspor lágmarkað
  • Samgöngur
    Stofnbraut hindri ekki samgang milli bæjarhluta
    Almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur.
    Skilvirkt og öruggt stígakerfi
    Öryggi allra samgöngumáta verði tryggt
    Samvinna við Vegagerðina / Borgarlínu
  • Samráð við íbúa og samvinna við hagsmunaaðila
    Þátttaka íbúa í stefnumörkun og mótun virkjuð
    Samvinna við eigendur fasteigna á svæðinu


Áherslur rammaskipulags fyrir Lyngás og Hafnarfjarðarveg sem samþykkt var 2017 verði leiðarljós endurskoðunar aðalskipulags.

Verkþættir

  • Rammahluti aðalskipulags
    Þróunarsvæði A + Hafnarfjarðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar
  • Deiliskipulag
    Hafnarfjarðarvegur
    Lyngás / Eskiás
    Lyngás / Skeiðarás

Krafa

  • Víðtæk reynsla af skipulagsgerð og samráði við íbúa og hagsmunaaðila
  • Góð þekking á samgöngulausnum, umhverfisgæðum og umhverfisvottun.
  • Reynsla af verkefnastjórnun með áherslu á kostnaðargát

Skilagögn

  • Upplýsingar um hóp og reynslu
  • Greinargerð um nálgunar- og vinnuaðferðir skipulagsmótunar
  • Greinargerð um sýn á verkefnastjórnun, tímaáætlanir og kostnaðargát

Mat

  • Víðtæk reynsla af skipulagsgerð
  • Reynsla af mótun samgönguáætlana
  • Reynsla af umhverfismati

Tímalína

  • Auglýst eftir ráðgjafahóp – 3 vikur
  • Val á ráðgjafahóp lokið – 3 vikur
  • Samningur við ráðgjafahóp – 2 vikur
  •  Mótun stefnu og skipulagslýsingar –
  • Skipulagslýsing lögð fram í skipulagsnefnd, bæjarráði og bæjarstjórn jan´22
  • Íbúafundur þar sem verkefnið og samráðsferlið er kynnt íbúum og hagsmunaaðilum feb 2022
  • Forkynning – vor 2022
  • Auglýsing – haust 2022
  • Staðfesting – vetur 2022/2023