30. ágú. 2023

Hjólabraut á Hofstaðahæð

Unnið er að breytingum á hjólabraut í efri Lundum, norðan við leikskólann Lundaból.

  • Hjólabrautin í efri Lundum
    Hjólabrautin í efri Lundum

Unnið er að breytingum á hjólabraut í efri Lundum , norðan við leikskólann Lundaból. Samkvæmt skipulagi er þar gert ráð fyrir leikvelli. Tilgangur lagfæringanna er að laga beygjur á brautinni þar sem þær þurfa að vera með hærri bakka og hagstæðari radíus. Við brautina verða einnig settir hjólapallar sem voru áður við Garðaskóla til að auka við fjölbreytileika leiksvæðisins. Af því tilefni hefur svæðið undir planna verið sléttað og lúpína fjarlægð.