Ný hjólabraut
Ný hjólabraut hefur nú verið sett upp í efri Lundum, norðan við leikskólann Lundaból. Brautin er hluti af fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu en þar er einnig áætlað að gera leiksvæði og bæta aðstöðu.
-
Hjólabrautin í efri Lundum
Ný hjólabraut hefur nú verið sett upp í efri Lundum, norðan við leikskólann Lundaból. Brautin er hluti af fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu en þar er einnig áætlað að gera leiksvæði og bæta aðstöðu.
Hjólabrautin er um 440 metrar að lengd og er hugsuð fyrir alla hjólaglaða. Þá þykir hún sérstaklega spennandi fyrir börn og unglinga sem vilja spreyta sig á braut þar sem styrkur, jafnvægi og spenna er í forgrunni. Frágangi í kringum brautina verður lokið á næstu vikum.
Við hvetjum áhugasama til að skella sér á hjólið, kíkja á brautina og fara jafnframt varlega.