23. maí 2024

KJÖRFUNDUR

Kjörfundur vegna kjörs forseta Íslands sem fram á að fara laugardaginn 1. júní 2024, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni og Álftanesskóla.

Í íþróttamiðstöðinni Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Aftanhæð – Birkihæð

Íslendingar búsettir erlendis

II. Kjördeild Bjarkarás – Eyktarhæð

III. Kjördeild Fagrahæð – Holtsbúð, Espilundur, Holtsvegur 53-57

IV. Kjördeild Hraunás – Keldugata, Hallakur, Háholt, Holtsvegur 2-51

V. Kjördeild Kinnargata - Lindarflöt

VI. Kjördeild Línakur – Mosagata 8

VII. Kjördeild Mosagata 9 – Strandvegur 19

VIII . Kjördeild Strandvegur 20 - Ögurás

Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi

II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot

(Húsanöfn)

Sjá nánari upplýsingar um einstaka götur hér fyrir neðan. 

Íslenskir ríkisborgarar sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eða Garðabæ eiga kosningarrétt í sextán ár frá brottflutningi. Þeir eru allir á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttamiðstöðinni Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í íþróttamiðstöðinni Mýrinni á meðan á kjörfundi stendur og hverfiskjörstjórn Álftaness verður með aðsetur í húsnæði Álftanesskóla.

Talning atkvæða fer fram hjá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis sem er með aðsetur í Kaplakrika.

Yfirkjörstjórn Garðabæjar

Kjördeildir og götur fyrir forsetakosningar - íþróttahúsið Mýrin (við Hofsstaðaskóla)
Kjördeildir og götur fyrir forsetakosningar - Álftanesskóli

Upplýsingar um forsetakosningar á vef Garðabæjar.