24. feb. 2021

Kynningar grunnskóla vegna innritunar haust 2021

Yfirlit kynninga grunnskóla í Garðabæ fyrir foreldra og forrráðamenn vegna innritunar nýnema fyrir haustið 2021

  • Bæjarstjórn í beinni
    Fundur bæjarstjórnar Garðabæjar 15. apríl kl. 17 er í beinni útsendingu hér á vef Garðabæjar.

Upplýsingar um innritun í grunnskóla fyrir skólaárið 2020-2021. Sjá nánar hér.

ALÞJÓÐASKÓLINN (International School of Iceland)
Við hvetjum áhugasama til að kynna sér vef skólans og hringja eða skrifa okkur til að fá nánari upplýsingar um starfsemina. Jafnframt er hægt að bóka tíma í heimsókn, annað hvort með netpósti eða símtali. Á vef skólans má finna umsóknareyðublöð. Nauðsynlegt er að fylla þau út og fá staðfestingu um skólavist frá skólanum. Garðbæingar skulu einnig skrá sig í gegnum Þjónustugátt Garðabæjar.
S. 690 3100
internationalschool.is


ÁLFTANESSKÓLI
Kynning á skólastarfi í 1. bekk. Við hvetjum forráðamenn barna sem hefja skólagöngu
haustið 2021 og nemendur til þess að kynna sér starf í Álftanesskóla með því að skoða vef skólans. Á vef skólans má finna hagnýtar upplýsingar um skólann og skólastarf. Einnig er hægt að bóka heimsókn með því að senda okkur póst á alftanesskoli@alftanesskoli.is .
S. 540 4700
alftanesskoli.is


BARNASKÓLI HJALLASTEFNUNNAR
Vegna samkomutakmarkana verður ekki unnt að hafa opið hús í Barnaskólanum á Vífilsstöðum þetta
árið en kynningarefni fyrir foreldra er að finna á vef skólans. Hægt er að bóka heimsókn í skólann sé
þess óskað. Allar nánari upplýsingar veitir skólastýra Linda Björk Sigmundsdóttir, lindabjork@hjalli.is .
S. 555 7710
bskgbr.hjalli.is


FLATASKÓLI
Rafrænn kynningarfundur fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk næsta haust verður haldinn
fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00. Slóð á fundinn verður aðgengileg á vef skólans þann sama dag.
Áhugasamir eru einnig hvattir til að kynna sér upplýsingar um skólastarfið á vef skólans. Foreldrar og börn eru velkomin í heimsókn til okkar en vegna sóttvarnarreglna biðjum við um að heimsóknir séu bókaðar með símtali eða tölvupósti. 
Rafrænn kynningarfundur vegna innritunar í 4-5 ára deild skólans verður þriðjudaginn 2. mars kl.
17:00. Slóð á fundinn verður aðgengileg á vef skólans þann sama dag. Við bendum jafnframt á upplýsingar á vef skólans og að velkomið er að bóka heimsóknir á netfangið flataskoli@flataskoli.is.
S. 513 3500
flataskoli.is


GARÐASKÓLI
Vegna samkomutakmarkana verður ekki boðið upp á kynningarfund að þessu sinni en í byrjun mars
verður birt kynningarmyndband á vef skólans. Einnig er hægt að bóka heimsókn ef forráðamenn
óska þess á netfangið: gardaskoli@gardaskoli.is
S. 590 2500
gardaskoli.is

HOFSSTAÐASKÓLI
Kynningarefni fyrir foreldra verðandi nemenda í 1. bekk er að finna á vef skólans .
Vegna samkomutakmarkana verður ekki boðið upp á kynningarfund að þessu sinni en hægt er að bóka
heimsókn ef forráðamenn óska þess. Netfang: hskoli@hofsstadaskoli.is
S. 590 8100
hofsstadaskoli.is


SJÁLANDSSKÓLI
Kynning á skólastarfi í 1. bekk og á unglingadeild skólans (8.-10. bekk).
Við hvetjum forráðamenn og nemendur til þess að kynna sér starfið í Sjálandsskóla betur með því að skoða vef skólans en einnig er hægt að bóka heimsókn með því að senda okkur póst á sjalandsskoli@sjalandsskoli.is.
S. 590 3100
sjalandsskoli.is


URRIÐAHOLTSSKÓLI
Vegna samkomutakmarkana hvetjum við foreldra til að kynna sér starf Urriðaholtsskóla á vefskólans , þar má m.a. finna skólanámskrá skólans, starfsáætlun og ársskýrslur. Einnig er hægt að
bóka heimsókn með því að senda póst á urridaholtsskoli@urridaholtsskoli.is
S. 591 9500
urridaholtsskoli.is