12. feb. 2021

Þróunarsjóður grunnskóla

Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar.

  • Sögupokar á Lundabóli
    Sögupokar á Lundabóli -verkefni sem hefur fengið styrk úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar.

Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í sjóðinn.

Til úthlutunar árið 2021 eru 14 milljónir.

Áhersluþættir Þróunarsjóðs grunnskóla 2021-2022:

  • Vellíðan, samskipta- og vináttuþjálfun: Hagnýt færniþjálfun nemenda varðandi samskipti og vináttu, að takast á við áskoranir nútímasamfélags (s.s.áreiti, streitu, kvíða, samfélagsmiðla og félagslega einangrun) með viðurkenndum aðferðum sem styðja við styrkleikaþjálfun, vellíðan, samhyggð og færni í samfélagi 21. aldar.
  • Framsæknir og/eða tæknimiðaðir starfs- og kennsluhættir s.s. gagnvirkar/stafrænar leiðir: Frumlegar nálganir til að ná til nemenda og styðja við virkni þeirra og árangur. Horfa mætti til ákveðinna markhóps s.s. út frá kynjavídd, námsstöðu (bráðgerir nemendur og þeir þurfa sértæka aðstoð) auk þess að skilgreina reynslu varðandi kennsluhætti og skólastarfi í heimsfaraldri sem vert er að byggja á og innleiða í hefðbundið skólastarf.
  • Læsi: Fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi og heimalestur, sérstaklega nemenda sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra, nýtingu tækni og mælikvarða á sviðinu.


Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er m.a. horft til tengingar við fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars og verður þeim svarað fyrir 31. mars.

Frekari upplýsingar veitir:
Edda Björg Sigurðadóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi Garðabæjar, s. 525 8500, eddabsig@gardabaer.is

Reglur:

Reglur þróunarsjóðs grunnskóla og þróunarsjóðs leikskóla eru aðgengilegar á vefnum á síðunni stjórnsýsla/reglugerðir undir flokknum fræðslu- og menningarmál.

Eyðublöð:

Umsókn um styrk úr þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ rafræn umsókn á þjónustugátt Garðabæjar  (opnast fyrir umsókn 17. febrúar).