24. mar. 2020

Þróunarsjóður leikskóla 2020-2021

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar.

Fræðslu- og menningarsvið auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi leikskóla í Garðabæ. Einstaka leikskólakennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við leikskóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.
Til úthlutunar árið 2020 eru kr. 9.000.000.

Áhersluþættir Þróunarsjóðs leikskóla 2020 - 2021:

  • Vellíðan barna. Verkefni er lúta að líkamlegri og andlegri vellíðan barna sem fléttast inn í daglegt starf leikskólans.
  • Leikskólabörn og upplýsingatækni. Að veita leikskólabörnum aðgengi að forritum og efnivið sem styður við þekkingu á upplýsingatækni.
  • Yngstu börnin. Að skapa þekkingu á námi og umönnun yngstu barnanna (1 til 2 ára) þar sem unnið með hugmyndir um nám gegnum reynslu og félagslegt samspil samhliða umönnun.

Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. maí 2020.

Frekari upplýsingar veitir:
Halldóra Pétursdóttir, leikskólafulltrúi, s. 525 8500.

Sjá einnig upplýsingar um úthlutun fyrri ára hér á vefnum.

Reglur:

Reglur þróunarsjóðs grunnskóla og þróunarsjóðs leikskóla eru aðgengilegar á vefnum á síðunni stjórnsýsla/reglugerðir undir flokknum fræðslu- og menningarmál.

Eyðublöð:

Umsókn um styrk úr þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ - rafræn umsókn á Mínum Garðabæ