Atvinnulóðir í Garðabæ - Þorraholt 2 og 4

13. ágú. 2021

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir atvinnuhúsnæði á lóðunum Þorraholt 2 og 4 í Hnoðraholti norður.

 Atvinnulóðirnar eru í framhaldi af fyrirhuguðu íbúðahverfi í Hnoðraholti. Opið svæði verður efst á holtinu og grænir geirar niður hlíðarnar tengja háholtið við nærliggjandi svæði og brýtur upp byggðina á holtinu í minni reiti. Lóðirnar eru í nálægð við góðar samgönguæðar, stofnstíg hjólreiða og göngustíga.

Atvinnulodir_Thorraholt_loftmynd_auglysing

Stærð lóðarinnar fyrir Þorraholt 2 er 6.278 m2 og 4768 m2 fyrir Þorraholt 4. Lóðirnar liggja á einkar góðum stað á norðvesturhluta svæðisins við gatnamót Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar, með aðkomu frá Þorraholti. Heildar byggingarmagn Þorraholts 2 er um 12.000 m2, með bílakjallara í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 1,9 og skilgreint í nýju deiliskipulagi Hnoðraholts norður.  Heildarbyggingarmagn Þorraholts 4 er um 12.500 m2 með bílakjallara, í samræmi við nýtingarhlutfall lóðarinnar sem er 2,6.

Tilboð í byggingarrétt á lóðunum skulu berast Garðabæ fyrir kl. 13:30 fimmtudaginn 9. september 2021. Kauptilboð berist á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Garðabær áskilur sér rétt til að hafna öllum kauptilboðum.

Gögn:

Skipulagsgögn má nálgast hér á skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunnar, deiliskipulag Hnoðraholt norður.Þar má finna skipulagsuppdrátt, skipulagsgreinargerð og skýringaruppdrátt.

Til að sækja úthlutunarskilmála hér fyrir neðan þarf að gefa upp nafn og netfang til að hægt sé að senda t-póst á viðkomandi ef einhverjar breytingar verða gerðar á gögnunum, s.s. sem fyrirspurnir og svör.

Útboðsgögn