Útboð - Álftanes, miðsvæði, gatnagerð og lagnir - eftirlit

19. mar. 2021

ÚTBOÐ - ÁLFTANES, MIÐSVÆÐI
Svæði 4 – Kumlamýri - Gatnagerð og lagnir - Eftirlit

Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Gagnaveita Reykjavíkur ehf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í eftirlitsverkið:  Álftanes miðsvæði, svæði 4 - Kumlamýri, gatnagerð og lagnir - eftirlit.

Eftirlitsverkið felst í því að hafa eftirlit fyrir Garðabæ, HS Veitur hf., Veitur ohf., Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Mílu ehf. með útboðsverkinu: Álftanes, Miðsvæði, Svæði 4 - Kumlamýri, gatnagerð og lagnir. Í útboðsverkinu er um að ræða gatna- og stígagerð, lagnavinnu og ofanvatnsrásir vegna uppbyggingar á nýju íbúðahverfi í Kumlamýri á Álftanesi.

Gerðar eru kröfur um að eftirlitsaðili hafi góða þekkingu og reynslu af sambærilegum verkum. Eftirlitsaðili skal annast allar nauðsynlegar mælingar og mæla inn allar lagnir veitufyrirtækja.

Eftirlitsverkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu auk verksamninga og annarra fylgigagna samnings um ofangreint útboðsverk.

Útboðsverkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2021. Eftirlitsaðili skal standa að fullu við sínar skuldbindingar eigi síðar en 1. janúar 2022.

Útboðsgögn má nálgast hér fyrir neðan.  Útboðsgögn framkvæmdaverksins er einnig að finna hér á vef Garðabæjar.

Tilboð verða opnuð á hjá Verkís verkfræðistofu, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, þriðjudaginn 30. mars 2021, kl. 10.00 og skulu tilboð send inn með rafrænum hætti.

Útboðsgögn