Útboð: Eskiás - Stórás, gatnagerð og lagnir

06. mar. 2020

Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Gagnaveita Reykjavíkur ehf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Eskiás - Stórás, gatnagerð og lagnir.

Garðabær, Veitur ohf, HS Veitur, Gagnaveita Reykjavíkur ehf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Eskiás - Stórás, gatnagerð og lagnir.

Um er að ræða uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Garðabæ. Verkið felst í jarðvegsskiptum fyrir götum, bílastæðum, stígum og stéttum. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 10.000 m3
Fylling 4.000 m3
Malbik 250 m2
Skurðsnið – gröftur 11.000 m3
Skurðsnið – fylling (sandur) 2.000 m3
Skurðsnið – fylling (burðarhæft) 2.000 m3
Losun á klöpp 5.000 m3
Fráveitulagnir - Ø150-Ø500 1.400 m
Kaldavatnslagnir - Ø110 og Ø180 400 m
Hitaveitulagnir – einangruð stálrör 1.200 m
Jarðstrengir og jarðvír 4.300 m
Ljósastólpar 36 stk.
Lagnir fjarskiptafyrirtækja 3.600 m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2020.

Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá og með þriðjudeginum 10. mars.
Tilboð verða opnuð hjá Mannvit hf., Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi, þriðjudaginn 24. mars 2020 kl. 10:00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

Útboðsgögn