Útboð - Garðahraun – Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir

21. jan. 2022

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Garðahraun – Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið: Garðahraun – Suður, 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir

Verkið felur í sér uppbyggingu núverandi gatna, nýbyggingu gatna, bílastæða og stíga, ásamt yfirborðsfrágangi vegna núverandi og nýrrar íbúðabyggðar sunnan Garðahraunsvegar.

Einnig innifelur verkið alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu. Heildarlengd gatna er um 820 m.

Helstu magntölur:

  • Gröftur 7.200 m3
  • Fylling og burðarlög 12.000 m3
  • Malbikun 5.900 m2
  • Fráveitulagnir 1.400 m
  • Vatnsveitulagnir 1.200 m
  • Hitaveitulagnir 2.000 m
  • Jarðstrengir og jarðvírar 5.200 m
  • Gröftur fyrir veitulögnum 4.100 m3

Útboðsgögn má nálgast hér á vef Garðabæjar. 

Tilboðum skal skila til Hnit verkfræðistofu, Háaleitisbraut 58-60 eða með rafrænum hætti á ingolfur@hnit.is fyrir 8. febrúar 2022 kl. 12:00.

--------------------------------------------------------------------------------------------------

ATH! Vegna breytinga á hitaveitu hefur verklýsing, teikningar og tilboðsskrá verið uppfærð. Sjá viðauka.

Opnunartíma tilboða verður seinkað um viku og verður 15. febrúar.

Hér að neðan hefur verið bætt viið skjal með viðaukum og breytingum í verklýsingu, þetta eru kaflar 3.2.4, 3.4.1, 3.4.2, 3.4.14 og 3.4.15 ásamt kafli 0.1.2 í útboðslýsingu þar sem opnunartíma tilboða er breytt í 15. febrúar.

Tilboðsskrá hefur verið uppfærð og þá hefur teikningum hitaveitu verið breytt og teikningu bætt við.

Uppfærð teikningaskrá fylgir einnig með.

Útboðsgögn