Útboð - Hnoðraholt-veitutengingar fyrir íþróttahús

25. mar. 2021

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið Hnoðraholt – veitutengingar fyrir íþróttahús.

Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið Hnoðraholt – veitutengingar fyrir íþróttahús

Verkið fellst í jarðvinnu vegna stíga, vatns-, fráveitu-, fjarskipta- og rafmagnslagna auk þess að leggja fyllingu og burðalag í göngustíg og lagningu lagna veitumiðla (annarra en vatnsveitu).

Verkinu skal lokið fyrir 1. ágúst 2021.

Helstu magntölur eru:

Gröftur fyrir stíga 2.130 m3
Jöfnunar, burðar og styrktarlag 2.356 m3
Fráveitulagnir 245 m
Gröftur fyrir veitulögnum 1.952 m3

Útboðsgögn verður hægt að nálgast á vefsíðu Garðabæjar.

Tilboðum skal skila fyrir 15.apríl 2021 kl. 13:45. 

Útboðsgögn