Útboð -Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021

12. júl. 2018

Garðabær óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Garðabæ 2018-2021.

Í verkinu felst snjóruðningur og hálkuvörn á helstu göngu- og hjólaleiðum í Garðabæ.
Helstu magntölur eru: 
Stígar í fyrsta forgangi: 32 km 
Stígar í öðrum forgangi: 14 km 

Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust hér á vef Garðabæjar, gardabaer.is.

Opnun tilboða: Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 kl. 11:00, hjá Mannviti í Urðarhvarfi 6, 203 Kópavogi. 

Útboðsgögn