Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Auglýsing um óverulega breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 - Kauptún

22.11.2022

Þann 15. september 2022 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 vegna landnotkunareits 5.03 Vþ Kauptúns í samræmi við 2. mgr. 36. greinar skipulags-og byggingarlaga nr. 123/2010.

Þann 15. september 2022 samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 vegna landnotkunareits 5.03 Vþ Kauptúns í samræmi við 2. mgr. 36. greinar skipulags-og byggingarlaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir því að landnotkunarreitur 5.03 Vþ Kauptún stækkar um það bil um 500 m2 til norðurs við lóðina Kauptún 4.

Í samræmi við ofangreinda grein Skipulags-og byggingarlaga er samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar hér með auglýst.

Aðalskipulagsbreytinguna má nálgast hér:


22. nóvember 2022

Arinbjörn Vilhjálmsson

Skipulagsstjóri Garðabæjar