Samþykkt og gildistaka skipulagsáætlana

Hér má nálgast upplýsingar um samþykktir bæjarstjórnar og gildistöku þeirra deiliskipulagsáætlana sem gerðar voru athugasemdir við í auglýsingaferli. Upplýsingarnar varða deiliskipulagsáætlanir sem voru samþykktar frá október 2019.

Upplýsingar um samþykktir og gildistöku annarra deiliskipulagsáætlana eru aðgengilegar á kortavef Garðabæjar og skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar.

Ákvarðanir bæjarstjórnar um deiliskipulagsáætlanir eru stjórnvaldsákvarðanir sem eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsáætlunar í B-deild Stjórnartíðinda.


Deiliskipulagsáætlanir á Álftanesi

6.1.2020

Breiðamýri, Krókur, Helguvík, Kumlamýri

Samþykkt: Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 21.11.2019 eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar. 

Gildistaka: Tillögurnar hafa öðlast gildi og var auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 23.12.2019. , nr. 1235/2019  Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst. Með gildistöku deiliskipulagsáætlana fyrir Breiðumýri, Krók og Kumlamýri í B-deild Stjórnartíðinda fellur úr gildi deiliskipulagið "Grænn Miðbær á Álftanesi" sem samþykktur var í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Álftaness þann 26. júlí 2008. 

  1. Breiðamýri. Afmarkast af Norðurnesvegi, Suðurnesvegi, Breiðumýri, skólalóðum og byggð við Suðurtún og Skólatún. Gert er ráð fyrir allt að 252 íbúðum í 9 fjölbýlishúsakjörnum, byggingarmagn ofanjarðar að hámarki 30.000 m2.
    - Skipulagsuppdráttur
    - Skipulagsuppdráttur snið
    - Greinargerð
  2. Krókur. Afmarkast af Suðurnesvegi, Breiðumýri, Sviðholti og byggð við Klukkuholt og Birkiholt. Gert er ráð fyrir allt að 51 íbúð í 7 raðhúsalengjum,byggingarmagn að hámarki 9.200 m2 .
    - Skipulagsuppdráttur
    - Skipulagsuppdráttur snið
    - Greinargerð
  3. Helguvík. Afmarkast af Suðurnesvegi, Höfðabraut og byggð við Sviðholtsvör. Gert er ráð fyrir allt að 23 einbýlishúsum við tvær götur, byggingarmagn að hámarki 4.500 m2.
    - Skipulagsuppdráttur
    - Skipulagsuppdráttur snið
    - Greinargerð
  4. Kumlamýri. Afmarkast af Norðurnesvegi, Álftanesvegi og byggð við Kirkjubrekku og Tjarnarbrekku. Gert er ráð fyrir allt að 40 íbúðum í 20 parhúsum, byggingarmagn að hámarki 7.900 m2.
    - Skipulagsuppdráttur
    - Skipulagsuppdráttur snið
    - Greinargerð

Viðaukar