Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Arnarland - Breyting á aðalskipulagi

28.11.2024

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar - Arnarland að nýju sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu skipulagsnefndar að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar - Arnarland að nýju sbr. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:

- Reitur fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M).

- Tákn fyrir undirgöng undir Arnarnesveg færast austar á uppdrætti til samræmis við nýja tillögu að deiliskipulagi Arnarlands og tillögu að breytingu deiliskipulags Akra.

- Ákvæði um hæðafjölda breytast, verða nú 2-6 hæðir í stað 3-6 og hæð kennileitisbyggingar allt að 7 hæðir í stað 8.

- Lega stofnstíga breytast innan svæðis til samræmis við tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.

Tillagan er auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi sama svæðis.


 

 

Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 1411/2024).

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 20. janúar 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is, eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.