Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Brekkuás. Búsetukjarni

7.5.2021

Aðal- og deiliskipulagsbreyting

TILLAGA AÐ BREYTINGU Á AÐALSKIPULAGI GARÐABÆJAR 2016-2030 OG BREYTING Á DEILISKIPULAGI HRAUNSHOLTS VESTRA (ÁSAHVERFI) VEGNA BREKKUÁSS.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030
samkvæmt 1.mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 36. gr. og breytingu á deiliskipulagi
Hraunsholts vestra (Ásahverfi) samkvæmt 1. mgr. 31. gr., sbr. 1. mgr. 43. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Aðalskipulag Garðbæjar 2016-2030, breyting, Brekkuás
    Tillagan gerir ráð fyrir því að landnotkunareitur 2.06 S Brekkuás breytist í 2.06 Íb sem er breyting úr svæði fyrir samfélagsþjónustu í svæði fyrir íbúðarbyggð. 
    Uppdráttur

  • Deiliskipulag Hraunsholts vestra (Ásahverfi), breyting, Brekkuás 2
    Breytingin nær til lóðarinnar Brekkuás 2 sem breytist úr lóð fyrir samfélagsþjónustu í lóð fyrir íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir að á lóðinni verði búsetukjarni fyrir fatlað fólk og leiksvæði. Einnar hæðar fjölbýlishús með 6-7 íbúðum ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk og ýmis sameiginleg rými. Á lóðinni skulu vera a.m.k. 11 bílastæði. 
    Uppdráttur

Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7. Tillagan er í auglýsingu frá 7. maí 2021 til og með 18. júní 2021. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir við breytingartillögurnar til og með 18. júní 2021 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.