Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030- Landnotkun í Rjúpnahlíð

13.12.2022

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 03.11.2022 var samþykkt skipulagslýsing fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036.

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar þann 03.11.2022 var samþykkt skipulagslýsing fyrir tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2036.

Í skipulagslýsingunni kemur fram að Garðabær vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016 – 2030 sem nær til óbyggðs svæðis í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð sem liggur að bæjarmörkum við Kópavog.

Fyrirhuguð breyting felst landnotkun í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð á svæði, sem verður innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins með breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 sem gerð verður samhliða aðalskipulagsbreytingunni. Lýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Gerð er grein fyrir viðfangsefni breytingarinnar og helstu forsendum hennar, áherslum sem lagðar verða í skipulagsvinnunni, umhverfismati tillögunnar og hvernig staðið verður að samráði og kynningu á tillögunni. Unnið er að uppbyggingu þéttrar blandaðrar byggðar í Garðabæ m.a. með endur nýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæ. Uppbyggingin miðast m.a. við að þétt byggð verði við samgöngu- og þróunarás, sem liggja mun um Hafnarfjarðarveg. Nauðsynlegt er að mæta þessari þróun með nýjum lóðum fyrir atvinnufyrirtæki s.s. verkstæði, smáiðnað og ýmis fyrirtæki sem ekki eru æskileg í blandaðri íbúðar og miðbæjarbyggð. Athafnasvæði Garðabæjar eru fullbyggð og er því lítið svigrúm til þess að bjóða slíkum fyrirtækjum nýja aðstöðu innan bæjarmarka.

Hægt er að skila inn ábendingum vegna lýsingarinnar á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver til og með 23. janúar 2023.