Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Breyting á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og deiliskipulagsbreyting Ásar og Grundir.

14.11.2019

Aðal- og deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, sbr. 36. gr. sömu laga, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016 - 2030 vegna svæðis á Grundum. Samhliða skal auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda samkvæmt 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í aðalskipulagstillögunni er m.a. afmarkað nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu (2.19 S) í tengslum við skólasvæði Sjálandsskóla. Opið svæði við Hraunsholtslæk er minnkað og mörkum aðliggjandi íbúðarsvæðis er breytt lítillega. Í deiliskipulagstillögunni er áformað að reisa á svæðinu skólabyggingu fyrir Alþjóðaskólann auk lítillar stækkunar á íbúðarsvæði Grunda. Að öðru leyti er vísað í kynnt gögn.

Húsakönnun og fornleifaskráning eru einnig lagðar fram til kynningar.

Tillögunar liggja frammi á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 14. nóvember 2019 til og með 6. janúar 2020. Einnig eru þær aðgengileg á vef Garðabæjar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillögurnar.

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 6. janúar 2020.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofu Garðabæjar eða skipulag@gardabaer.is og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri