Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Búðir, athafnasvæði - Deiliskipulag

4.3.2024

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að endurskoðun deiliskipulags Búða, athafnasvæðis til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögu að endurskoðun deiliskipulags Búða, athafnasvæðis til forkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið endurskoðunar deiliskipulagsáætlunarinnar er að uppfæra skilmála og uppdrætti, taka tillit til þeirrar krafna sem umgjörð skipulagsmála gerir í dag og færa inn þær breytingar sem gerðar hafa verið á einstökum stöðum í tímans rás.

Ekki er um grundvallar breytingar að ræða á þeim áætlunum sem stuðst var við í uppbyggingu byggðarinnar á sínum tíma.

Í deiliskipulagi athafnasvæðis er gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi bílastæða í Gilsbúð og nýtingarhlutfall breytist til samræmis við breytingar sem hafa verið gerðar á mörgum lóðum.

Kynningarfundur verður haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi 7, þann 11. mars 2024, kl. 17:00-18:30.

Kallað er eftir hugmyndum og viðhorfum íbúa um framtíð byggðarinnar og einstaka þætti sem nýta má til að fullmóta tillöguna.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 5. apríl 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is (Mál nr. 223/2024) eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.