Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Deiliskipulagstillögur á Álftanesi
Forkynning á deiliskipulagstillögum og íbúafundur. Víðiholt íbúðabyggð og Hesthúsahverfi í Breiðumýri
Forkynning á deiliskipulagstillögum og íbúafundur. Víðiholt íbúðabyggð og Hesthúsahverfi í Breiðumýri
DEILISKIPULAGSTILLÖGUR Á ÁLFTANESI, FORKYNNING. ÍBÚAFUNDUR.
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt tillögu skipulagsnefndar að vísa eftirfarandi tillögum tilforkynningar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og halda almennan
kynningarfund.
VÍÐIHOLT ÍBÚÐABYGGÐ – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 84 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá
Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs. Einnig er lögð fram til kynningar fornleifaskráning fyrir
svæðið.
- Deiliskipulagsuppdráttur. Tillaga
- Deiliskipulagsgreinargerð. Tillaga
- Skýringaruppdráttur. Tillaga
- Fornleifaskráning
HESTHÚSAHVERFI Í BREIÐUMÝRI – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir hesthúsabyggð á Álftanesi en á svæðinu er ekki áður staðfest deiliskipulag.
Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með
deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.
Mánudaginn 30. ágúst verður haldinn íbúafundur þar sem kynntar verða deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri en báðar tillögurnar eru í forkynningu til og með 8. september 2021. Íbúafundurinn stendur frá 17:00-18:30 mánudaginn 30. ágúst. Vegna samkomutakmarkana verður fundinum streymt beint í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar. Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur og þeim svarað að lokinni kynningu. Fundurinn verður tekinn upp og aðgengilegur á fésbókarsíðu bæjarins og vef Garðabæjar.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7.
Tillögurnar eru í auglýsingu frá og með 9. júlí 2021 til og með 8. september 2021. Þeir sem
telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar við tillögunum
til og með 8. september 2021 annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofu
Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.