Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Garðprýði 1 - Garðahraun - Deiliskipulagsbreyting

27.3.2025

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu skipulagsnefndar að breytingu deiliskipulags Garðahrauns sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðin Garðprýði 1 (Hraungarðar) skiptist í tvær lóðir. Gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit nær nústandandi byggingu en fyrri tillaga gerði, auk þess sem hann stendur neðar í landi. Byggingarreitur sem nú er á stórum hluta lóðarinnar minnkar og takmarkast við núverandi hús og staðsetningu nýrrar byggingar samkvæmt tillögunni. Aðkoma að nýrri byggingu er innan lóðar Garðprýði 1.

Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 158/2025).



Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 30. maí 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is.