Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Hnoðraholt norður - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hnoðraholt norður - Deiliskipulagsbreyting
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
· að hámarksfjöldi íbúða í fjölbýlishúsum sunnan Vorbrautar (húsgerð F3) fjölgi úr 12 í 14 í hverju húsi (alls um 16 íbúðir, úr 96 í 112).
· að byggingarreitir húsa sunnan Vorbrautar breikki úr 14 m í 15m.
· að byggingarreitir bílakjallara breikki úr 17 í 18 m á lóðunum Vorbraut 2,4,6,14 og 16.
· að lóðirnar Vorbraut 8, 10 og 12 sameinist í eina lóð með sameiginlegum bílakjallara.
· að raðhúseiningum í Útholti fjölgi um eina í hverri lengju (alls 5 einingar)
· að raðhúseiningum í Stekkholti fjölgi um eina í hverri raðhúslengju (alls 6 einingar)
· að hámarkshæð farsímamastur á lóðinni Vorbraut 6b hækki úr 16 m í 20 m.
Tillagan er einnig aðgengileg á vef skipsgáttar, www.skipulagsgatt.is (mál: 1278/2024).
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gerfinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 5. desember 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is, eða á netfangið skipulag @gardabaer.is