Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.


Hnoðraholt norður - Endurskoðun deiliskipulags

25.1.2024

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að endurskoðun deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan gerir ráð fyrir endurskoðun á uppdrætti og greinargerð deiliskipulags Hnoðraholts norður með tilliti til áður samþykktra breytinga. Endurskoðunin felur í sér uppfærslur og lagfæringar á uppdrætti og texta greinargerðar sem er ætlað að skýra markmið og áherslur deiliskipulagsins. Sú breyting sem gerð er frá gildandi tillögu gerir ráð fyrir því að bílakjallarar verða heimilaðir undir fjölbýlishúsum norðan Vorbrautar og að hámarksfjöldi íbúða í þeim húsum eykst úr 83 í 96. Gert verður ráð fyrir að þau bílastæði sem bætast við umfram þau sem fram koma á uppdrætti verði innan byggingarreits eða í kjallara.

Auglýst greinargerð og meðfylgjandi uppdráttur er ætlað að leysa gildandi deiliskipulag Hnoðraholts norður af hólmi.

- Hnoðraholt norður - Deiliskipulag  

- Hnoðraholt norður - Greinargerð 

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 8. mars 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar,  www. skipulagsgatt.is eða á netfangið skipulag@gardabaer.is.