Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4 - Deiliskipulagsbreyting
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður – Þorraholt 2-4 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr.
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður – Þorraholt 2-4 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. og 1. gr. 43. sömu laga.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu deiliskipulags Hnoðraholts-norður sem nær til verslunar og þjónustulóðanna Þorraholt 2 og Þorraholt 4 auk dælu- og spennustöðvarlóða.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
- Gert er ráð fyrir að lóðirnar Þorraholt 2-4, 2a og 2b (spennustöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að lóðin verði 11.406 m2.
- 3.000 m² bætt við bílageymslu í kjallara.
- Nýtingarhlutfall breytist úr 2,2 í 2,4.
- Hús nr. 2 er hækkað um 2,5m, verður í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021.
- Breidd byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25m í 22m.
- Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2.
- Austurhluti 1. hæðar í húsi nr. 2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á 2 hæðum og byggingarreitur stækkar lítillega.
- Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðamarka.
- Gert ráð fyrir 4 kjöllurum í stað 2 - 3.
- Kjallari 2 verður atvinnurými.
- Staðsetning spennistöðvar eru inni á lóð Þorraholti 2-4.
- Lóð dælustöðvar verður felld út.
- Svalir og skyggni mega fara út fyrir byggingareit um allt að 2,0 metra.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar athugasemdir til og með 13. júní 2024 í gegnum vef skipulagsgáttar, www. skipulagsgatt.is (Mál: 513/2024).