Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.
Hnoðraholt - Vetrarmýri - Golfvöllur GKG
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögu.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Hnoðraholts og Vetrarmýrar.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir stækkun byggingareits fyrir viðbyggingu golfskála GKG.
Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is, og í þjónustuveri Garðabæjar frá 28. mars 2019. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillöguna á netfangið skipulag@gardabaer.is eða í þjónustuver Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, og skulu þær vera skriflegar.
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 9. maí 2019.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri